25.1 til móts við brúðgumann: Sum handrit bæða við „og brúðina“.
25.1-4 tíu meyjar sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína:Það var til siðs að brúðguminn færi heim til verðandi tengdaforeldra sinna og sækti brúðina. Brúðarmeyjar, sem þar voru fyrir og fögnuðu honum, báru logandi blys og slógust í för með hjónaefnunum heim til foreldra brúðgumans ásamt með öðrum gestum og þar var veislan haldin. Hér höfðu fimm brúðarmeyjanna undirbúið sig með því að taka með sér olíu til þess að bæta á lampa sína ef brúðgumanum kynni að dveljast. Sjá og Lúk 12.35.
25.14 himnaríki: Guðs ríki, sjá athugagrein við 3.2.
25.27 banka: Á tímum Jesú skiptu bankamenn erlendum gjaldeyri í innlendan gjaldmiðil. Þeir örvuðu viðskipti með því að fjárfesta og lána peninga. Sumar fjárfestinganna skiluðu þeim arði í formi lágra vaxta. Auðmenn fólu gjarnan bankamönnum að fjárfesta fyrir sig í von um ágóða. Flestir létu þetta samt ógert. Þeir földu heldur fé sitt eða grófu jafnvel í jörð. En þá gaf það ekki heldur neitt af sér.
25.29 Matt 13.12; Mrk 4.25; Lúk 8.18.
25.30myrkur: Sjá athugagrein við 8.12. Sjá og Matt 8.12; 22.13; Lúk 13.28.
25.31 Mannssonurinn:Sjá athugagrein við 8.20. Sjá og Matt 16.27; 19.28.
25.32 hirðir skilur sauði frá höfrum: Sauðfé og geitur gengu saman í haganum á daginn. Að kveldi köstuðu hirðarnir tölu á höfuðin í hjörðinni og skildu um leið sauðina frá höfrunum. Geiturnar voru kulvísari en ærnar og því var betra að hýsa þær yfir nóttina. Ullin af fénaðinum var notuð til þess að vefa úr henni föt og ábreiður. Geitur voru líka nytjaðar vegna mjólkurinnar.
25.41 eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans:Sjá athugagrein við 5.22.
25.45 „Sofið þið enn og hvílist?“ Eða: „Haldið bara áfram að sofa og hvílast.“
25.46 eilífs lífs:Sjá athugagrein við 19.16. Sjá og Dan 12.2.