22.2 himnaríki:Sjá athugagrein við 3.2.
22.2 brúðkaup:Við brúðkaup gyðinga söfnuðust fjölskyldur og vinir hjónaefnanna saman, hennar fólk í einum stað og hans á öðrum, en gékk svo þangað sem veislan skyldi haldin. Á leiðinni var stundum leikin tónlist og stiginn dans. Oftast stóð veislan á heimili brúðgumans og var þar myndarlega á breitt á borð, gnægð matar og drykkjar. Nývígðu hjónin og gestir þeirra átu og drukku og voru glöð.
22.11,12 ekki búinn brúðkaupsklæðum:Alsiða var að búast sínu besta skarti við brúðkaup. Áhöld eru um hvort faðir brúðgumans skaffaði þeim gestum spariföt sem sjálfir áttu engin slík. Hafi svo verið, en það ekki þegið, taldist það mógðun við húsbóndann.
22.13 myrkur:Mynd af hlutskipti þeirra sem illt gjöra og hljóta refsingu fyrir, (ástand fremur en staður). Sjá athugagrein við 5.22. Sjá og Matt 8.12; 25.30; Lúk 13.38.
22.16 Heródesarsinnum:Þeir sem fylgdu Heródesi mikla (2.1) og fjölskyldu hans að málum, þar á meðal Heródesi Antípasi (14.1). Heródesarsinnar vildu gera síðar nefnda Heródesinn að konungi í Jerúsalem.
22.17 gjalda keisaranum skatt:Gyðingar greiddu skatta Rómverjum sem réðu lögum og lofum í landi þeirra. Hinn æðsti rómverskra ráðamanna var nefndur keisari (Sesar). Hefði Jesús svarað því til, að ekki skyldi greiða keisaranum skatt, þá hefðu leiðtogar gyðinga vísast sakað hann um að vera yfirvöldunum óhlýðinn.
22.19 peninginn:Denar var silfurpeningur. Á honum var mynd af Tíberíusi keisara. Með þessari mynt guldu gyðingar keisaranum skatt.
22.23 saddúkear:Sjá athugagrein við 16.1 Saddúkear trúðu ekki á upprisu eftir dauðann, enda væri hún ekki nefnd í lögmáli Móse. Þessari spurningu þeirra til Jesú var ætlað að sýna fram á hve fáránlegt það væri að hugsa sér að fólk lifnaði aftur eftir að það hefði tekið andvörpin.
22.24 5Mós 25.5.
22.32 Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs:Skilja má röksemdafærslu Jesú þannig, að sé Guð enn þá dýrkaður af þessum mönnum þremur, sem hann gerði við sáttmála í fornöld, þá hljóti þeir enn að vera á lífi með einhverjum hætti, þar eð hann er Guð lifenda. Sjá 2Mós 3.6.
22.40 lögmálið og spámennirnir: Sjá athugagrein við 5.17.
22.42 sonur Davíðs konungs:Sjá athugagrein við 9.27.
22.44 til hægri handar:Það var sæti hins valdamikla og virta. Sjá athugagrein við 20.21.
22.45 Davíð….drottin:Hér spyr Jesús spurningar, sem jafnvel farísearnir kunna ekkert svar við. Hvernig var hægt að vera í senn sonur Davíðs og drottinn hans? Eða með öðrum orðum: Hvernig gat Messías verið afkomandi Davíðs og þó um leið mikilsverðari persóna en hann? Sjá athugagreinar við 1.1; 1.17; 9.27.