17.3 Móse og Elía:Fremstu leiðtogar Ísraelsþjóðarinnar. Þeir kvöddu hana til nýrra lífshátta og birtast hér sem fulltrúar tveggja meginhluta helgiritasafns gyðinga. Móse stígur fram af lögmálsins hálfu, Elía fyrir hönd spámannanna. Matteus gefur hér til kynna að í Jesú rætist vonir Gamla testamentis. Sjá nánar í „Móse“ og athugagrein við 11.14 (Elía).

17.9Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 8.20.

17.10 Elía eigi fyrst að koma?Margir gyðingar í þann tíð trúðu því að Elía spámaður yrði að koma áður en Messías gæti birst. Sú trú var sprottin af 4. kapítula spádómsbókar Malakí, versunum 5 og 6. Og nú veltu þeir því fyrir sér, hvers vegna þeir hefðu ekki enn séð Elía, ef satt væri að Jesús væri sjálfur Messías.

17.15 tunglsjúkur: Gríska orðið í frumtextanum merkir „tunglsjúkur“ en krankleikinn mun hafa verið niðurfallssýki, öðru nafni flogaveiki. Þeir sem haldnir eru af henni detta þá minnst vonum varir og byrja að skjálfa, án þess að fá við neitt ráðið. Það er kallað að fá kast eða slag.

17.18 illi andinn: Sjá athugagrein við 8.16. Almennt var álitið að tunglsýki væri verk illra anda.

17.20,21 verður ykkur um megn.Sum handrit bæta við: „En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.“

17.24 Kapernaúm: Sjá athugagrein við 4.13 (Kapernaúm).

17.24 musterisgjaldið:Krafið var um þennan toll til helgidómsins samkvæmt fyrirmælum í lögmáli Móse (2Mós 30.11-16; 38.26). Gjaldið var hálfur sikill, er mun hafa samsvarað tvennum daglaunum verkamanns.

17.25 af börnum sínum eða vandalausum.Eða „af börnum sínum eða öðrum.“

17.26 af vandalausum. Eða: Af öðrum…..börnin.“