15.1 farísear og fræðimenn:Sjá athugagreinar við 8.19 og 16.1.
15.2 þvo ekki hendur sínar: Samkvæmt lögmáli Móse varð öll fæða, sem menn snertu, vanhelg samkvæmt vissri skilgreiningu og í ljósi helgisiða, ef þeir höfðu áður en þeir settust að snæðingi komið við eitthvað óhreint.
15.5 gef ég til musterisins:Það var föst siðvenja meðal gyðinga, að þegar menn sögðu eitthvað hafa verið gefið Guði, heyrði það honum einum til upp frá því og varð þaðan í frá ekki notað til neins annars. Fræðimennirnir kváðust hafa ánafnað Guði margt af eigum sínum. Þeir gátu því ekki nýtt það frekar, ekki einu sinni til þess að koma nauðstöddum foreldrum sínum til hjálpar.
15.11 saurgar: Í Móselögum var tekið fram, að ýmislegt af því sem menn snertu eða ætu, vanhelgaði þá og gerðu þar með óhæfa til þess að tilbiðja Guð. Gyðingar forðuðust að saurga sambandið við Guð með því að eta ávallt einungis það, sem lögmálið leyfði. En Jesús hélt því fram, að fæða gerði engan mann óhreinan, heldur fremur hitt sem þeir hugsuð og segðu.
15.21 Týrusar og Sídonar:Sjá athugagrein við 11.21 (Týrus og Sídon). Í þessum borgum bjuggu Fönikíumenn og Kanverjar (heiðingjar).
15.22 kona nokkur kanversk:Konan var því ekki gyðingur. Forfeður hennar og mæður höfðu átt heima í héraðinu áður en ættflokkar Ísraels settust þar að mörgum öldum fyrr.
15.22 Sonur Davíðs:Sjá athugagrein við 9.27.
15.26 kasta því fyrir hundana:Gyðingar álitu hunda óhreinar skepnur af því að þeir átu úrgang og hræ af dauðum dýrum Hundar voru ekki gæludýr eða kjölturakkar, en sumir gyðingar kölluðu þá samborgara sína sem þeim gast ekki að hunda (Sjá Slm 22.16).
15.34 „Hve mörg brauð…?“:Sjá athugagrein við 14.17.
15.39 Magadanbyggðir:Magadan kann að hafa verið við Galíleuvatnið vestavert, þótt það sé ekki vitað með vissu.