14.1 Heródes fjórðungsstjóri:Heródes Antípas, einn af sonum Heródesar mikla (sjá athugagrein við 2.1). Þegar Heródes mikli var allur árið 4 f. Kr. var ríki hans skipt á milli fjögurra sona hans. Einn þeirra, Heródes Antípas, tók konungdóm í Galíleu og Pereu og ríkti frá 4 f. Kr. til 39 e. Kr. Hann var af yfirvöldum í Róm kallaður fjórðungsstjóri, þar eð hann stýrði einungis hluta skattlandsins. Þegnar hans nefndu hann þó stundum konung (sjá 14.9).
14.3-4 Heródíasar….Filippusar bróður síns:Heródías var barnabarn Heródesar mikla. Hún gékk að eiga Filippus, frænda sinn, son Heródesar. Einhverju sinni þegar Heródes Antípas var gestur í höll Filippusar í Róm, tældi hann Heródías til þess að skilja við Filippus og giftast sér. Lögmál Móse lagði blátt bann við því að maður kvæntist mágkonu sinni, á meðan bróðir hans lifði (sjá 3Mós 18.16; 20.21). Því átaldi Jóhannes skírari Heródes Antípas fyrir sifjaspell. Sjá og Lúk 3.19,20.
14.9 vegna eiðsins:Mönnum var mjög í mun að halda orð sín. Ekki átti það síst við þjóðhöfðingja og gilti það jafnt fyrir því þótt efndirnar kynnu að valda vandræðum. Því var það, að Heródes gat ekki gengið á bak orða sinna og svikið það loforð sem hann hafði gefið stjúpdóttur sinni í viðurvist málsmetandi gesta.
14.13 fór hann þaðan á báti: Jesús sigldi yfir Gaíleuvatn, yfir á austurströndina. sem var norðan til í Jórdandalnum. Oft rísa öldur á vatninu í hvassviðri, enda er það umkringt fjöllum á alla vegu.
14.17 fimm brauð:Þau hafa verið kringlótt, þunn og á stærð við lummu.
14.22 yfir um: yfir á vesturströndina.
14.34 Genesaret: Bærinn stóð við Galíleuvatn að norðvestanverðu, fyrir sunnan Kapernaúm, þar sem Jesús átti heima. Hann hefur trúlega verið á þröngri sléttu, sem líka var nefnd Genesaret, og er um sex og hálfur kólómetri að lengd og rúmir þrír á breidd. Þarna er rigningasamt og jarðvegur frjósamur og því mjög gott undir bú.