11.2 Jóhannes:Jóhannes skírari. Sjá „Jóhannes skírari“.
11.2 Krists:Kristur er gríska þýðingin á hebreska orðinu Messías. (sjá athugagrein við 1.17.) Gyðingar trúðu því að Guð mundi útvelja öflugan leiðtoga er blési nýju lífi í trú fólksins og gera að veruleika þær fyrirætlanir sem Guð hefði í hyggju með það.
11.5 líkþráir:Sjá athugagrein við 10.8.
11.13 Spámennirnir allir og lögmálið:Sjá athugagrein við 5.17.
11.14 Elía:Elía var spámaður í Ísrael um 800 árum áður en Jesús fæddist. Sumir spámannanna sem komu eftir hann bjuggust við að Guð myndi senda Elía aftur til jarðar til þess að vara fólk við væntanlegu dómþingi Guðs (Mal 3.1-4; 4.5,6). Sumir töldu að Jóhannes skírari væri Elía (Matt 17.1ö-13; Mrk 9.11-13). Með því að segja Jóhannes vera Elía átti Jesús við það, að Jóhannes væri líkur Elía, kraftmikill maður, sendur af Guði með mikilsverðan boðskap.
11.19 tollheimtumanna:Sjá athugagrein við 5.46.
11.19 spekin:Sanna speki voru menn sagðir öðlast með því að hlýða lögmáli Drottins (Slm 19.8). En hér er sem Jesús haldi því fram að speki sé meira en það. Spekin finnur leið til þess að koma náunganum til hjálpar, jafnvel þótt hann sé heiðingi eða maður sem ekki lifir eftir lögmáli Móse.
11.21 Korasín…Betsaída…Týrus og Sídon:Korasín var bær skammt norðan við Galíleuvatn. Betsaída var gyðingaþorp rétt austan við ána Jórdan. Týrus og Sídon voru í Fönikíu, mikilsháttar hafnarbæir við Miðjarðarhafið. Fólkið í gyðingaþorpunum gerði Jesú oft afturreka með boðskap sinn og mat lítils kraftaverk hans, en heiðingjar í bæjum eins og Týrus og Sídon voru sýnu fúsari til þess að snúa sér til Drottins.
11.21 í sekk og ösku:Fólk jós ösku yfir höfuð sér og klæddist grófum strigaklæðnaði til þess að sýna hve mjög það iðraðist synda sinna.
11.23 Kapernaúm…Sódómu:Sjá athugagreinar við 4.13 (Kapernaúm) og 10.15 (Sódóma). Sjá og Jes 14.13-15; 1Mós 19.24-28.
11.29 ok:Þverslár úr tré sem lagðar voru á milli háls og herðakambs á dráttardýrum, svo sem uxum. Í þessa klafa voru aktaugar festar og drógu dýrin þá plóg eða vagn. Ok var tákn hlýðni og erfiðis. Sjá og Jer 6.16.