5.1 yfir um vatnið…byggð Gerasena:Sjá athugagrein við 1.16 (Galíleuvatn). Gerasenar bjuggu fyrir austan ána Jórdan, sunnan við Galíleuvatn. Þar var flest af grískum toga: fólk, byggingar og lífshættir.

5.2 illur andi:Sjá athugagrein við 3.30.

5.3 í gröfunum: Talið var að illir andar hefðust við þar sem dauðir voru greftraðir.

5.7 sonur Guðs Hins hæsta:Illu andarnir vita hver Jesús er. Sjá og orðtakasafn „Guðs sonur“ og við 1.24. „Hinn hæsti“ vísar til himinsins. Margir hugsa sér himnaríki „hátt uppi“, en í Biblíunni er átt við ríki Guðs. Þeim, sem er trúr, verður launað með því að hann fær að dvelja þar sem Guð er allt í öllu. Jesús talar oft um það, að þetta ríki Guðs muni koma í fyllingu sinni.

5.8 óhreini andi: Sjá athugagrein við 3.30.

5.9 „Hersing heiti ég: Orðið, sem hér er þýtt með „hersing“ getur líka verið „legíó“, þ.e. ótölulegur fjöldi. Rómversk herdeild (legíón) taldi allt að 6000 mönnum.

5.11 mikil svínahjörð:Í augum gyðinga eru svín óhreinar skepnur; sjá „Hreinsanir (hreint og óhreint)“. Svínahjörðin sýnir að hér var mikið um heiðingja, enda hefðu gyðingar aldrei tekið upp á því að rækta svín.

5.19 Drottinn:Gríska orðið yfir „Drottinn“ er „kyrios“, sem getur þýtt meistari og líka verið notað sem kurteisisávarp, sbr. „herra“. Þegar það er notað um Jesú, undirstrikar það vald hans og mátt.. Sjá og „Drottinn (notað um Jesú)“.

5.20 Dekapólis:Samband tíu borga fyrir austan Samaríu og Galíleu, og voru íbúarnir flestir heiðingjar (fólk, sem ekki var gyðingar). Byggingarnar í þeim voru margar reistar samkvæmt grískri húsagerðarlist og þeim komið fyrir að hætti grískra borga. Íbúarnir sömdu sig að siðum Grikkja.

5.21 yfir um:Þeir fóru yfir um Galíleuvatnið og lentu bátnum við vesturströndina (sjá athugagrein við 1.16).

5.22 samkundustjórunum: Orðið „sýnagóga“ (samkunda) er komið úr grísku, dregið af sögn sem þýðir „að koma (eða safna) saman“. Í Biblíunni er það notað um hóp fólks sem sækir guðsþjónustu eða kemur saman til þess að rannsaka helgar ritningar. Sjá og „Samkundurnar“.

5.22 Jaírus: Samkundustjóri hafði á hendi eftirlit með samkunduhúsinu og undirbjó fundi og helgihald.

5.26 læknum: Á tímum Nýja testamentis hjálpuðu læknar sjúkum og særðum. Þeir kunnu ýmislegt fyrir sér en höfðu takmarkaða þekkingu á orsökum sjúkdóma. Sjá og „Kraftaverk, töfrar og læknisdómar“.

5.33 féll til fóta honum:Þannig sýndu menn hver öðrum stórmikla virðingu.

5.38 grátur mikill og kveinan: Gyðingar höfðu þann sið að leigja grátkonur að ganga í líkfylgdinni; þær veinuðu sáran og bárust lítt af, gegn greiðslu. Stundum var jarðað sama dag og andlátið bar að.

5.41-42 „Talíþa kúm“: Arameíska var tungan, sem fólk talaði í Palestínu á dögum Jesú. Hún var útbreidd í Austurlöndum nær, enda hafði hún verið milliríkjamál í heimsveldi Persa mörgum öldum fyrr, þegar Palestína tilheyrði Persaveldi.

5.43 lagði ríkt á við þá að láta engan vita: Sjá athugagrein við 1.44.