13.1 helgidóminum: Sjá athugagrein við 1.5 (Jerúsalem). Heródes mikli reisti musteri það, sem hér um ræðir. Framkvæmdir hófust árið 20 f.Kr. og stóðu enn yfir á dögum Jesú (Jóh 2.20). Musterið var reist á gríðarmiklum kletti, sem var um hálfur annar kílómetri að ummáli. Á þessum sama stað hafði Salómon konungur byggt musteri sitt meira en 9 öldum fyrr. Spásögn Jesú (13.2) rættist, þegar Títus hershöfðingi, síðar keisari í Róm, hrifsaði Jerúsalem úr höndum Gyðinga, er gert höfðu uppreisn gegn rómarvaldinu, og lagði musterið í rúst árið 70 e.Kr.
13.3 Olíufjallinu:Sjá athugagrein við 11.1
13.10 fagnaðarerindið: Sjá athugagreinar á bls. 1812 og við 10.29,30.
13.11 heilagur andi:Sjá athugagrein við 1.18.
13.12 bróður selja bróður í dauða: Sumir þeir sem vildu hafa Jesú að leiðtoga voru taldir hafa svikið ættmenni sín.
13.13 verður hólpinn: Merkir: „Mun eignast eilíft líf“ (sjá athugagrein við 10.17).
13.14 viðurstyggð eyðingarinnar standa þar er síst skyldi: Hér vitnar Jesús trúlega til spádóms þess efnis, að skurðgoði muni verða komið fyrir í musterinu og fólk knúið til þess að tilbiðja það í stað Guðs (Dan 9.27; 11.31 og 12.11). Þetta sama hafði Antíokkus IV. Epífanes konungur Sýrlands gert árið 168 f. Kr.
13.15 uppi á þaki: Sjá athugagrein við 2.4.
13.18 um vetur:Vetur í Palestínu eru kaldir og votviðrasamir og er þá vont ferðaveður.
13.21 Kristur: Sjá athugagrein við 8.29.
13.25 Stjörnurnar: Margir trúðu því, að stjörnur himinsins væru goðmögn sem úrslitum réðu um líf manna og farnað.
13.26 Mannssoninn: Sjá athugagrein við 2.10. Sjá og Dan 7.13 og Opb 1.7.
13.27 englana:Sjá athugagrein við 1.13.
13.28 fíkjutrénu:Sjá athugagrein við 11.13.
13.32 englar á himni…sonurinn…faðirinn: Sjá athugagreinar við 1.13 (englar), 1.1 (Sonur Guðs og 8.38 (föður). Hér á Jesús við það, að enginn geti vitað hvenær hann komi aftur og því verði menn að vera viðbúnir hverja stund.