Jesús undirbýr starf sitt.
Þegar Markúsarguðspjall hefst, erJesús er þegar orðinn fullorðinn og þess albúinn að hefja það starf, sem Guð hefur falið honum. Því til undirbúnings þiggur Jesús skírn af Jóhannesi, tekst á við Satan í eyðimörkinni og velur fjóra fyrstu af nánustu lærisveinum sínum.
1.1 fagnaðarerindisins um Jesú Krist, Guðs son:Gríska orðið yfir „fagnaðarerindi“ er oft þýtt með íslenska orðinu „guðspjall.“ Markús ritar um það hver Jesús er. Konungurinn sem Guð útvaldi til þess að ríkja yfir Ísraelsþjóðinni (Slm 2.6-8) var nefndur „Guðs sonur.“ Með því að kalla Jesú Guðs son staðhæfir Markús að Jesús sé sá sem Guð hefur útnefnt til þess að var konungur í Ísrael. Sjá og „Guðs sonur“.
1.2 Jesaja spámanni: Jesaja var spámaður í Júda (Suðurríkinu) frá því um 740 til 701 f. Kr.
1.4 Jóhannes skírari:Nafnið Jóhannes þýðir „Drottinn er miskunnsamur.“ Sumir trúðu því að hann væri spámaðurinn Elía kominn aftur. Sjá og „Jóhannes skírari„.
1.4 í óbyggðinni:Líklega eyðimörkin í Júdeu (Matt 3.1) sem teygði sig um 30 km. í austur frá hásléttunni þar sem standa höfuðborgin Jerúsalem og þorpið Betlehem og allt niður að Jórdandalnum og Dauðahafinu.
1.4 láta skírast til fyrirgefningar synda:Jóhannes skírði með vatni. Það táknaði að hið illa í fortíðinni væri þvegið af skírnarþeganum. Jóhannes hvatti fólk til þess að taka sinnaskiptum og láta skírast til fyrirgefningar synda (Lúk 3.3). Sjá og „Skírn„. „Synd“ er sérhvert brot móti Guðs heilaga vilja. Guð fyrirgefur iðrandi syndara sem biður fyrirgefningar, minnist ekki framar misgjörða hans.
1.5 Júdeubyggð….ánni Jórdan:Júdea var Suðurríki Palestínu. Júda, einn af tólf ættbálkum Ísraels, nam þennan hluta Kanaanslands. Á dögum Jesú var Jerúsalemsborg miðstöð guðsdýrkunar, enda var musterið þar. Áin Jórdan, lengsta fljót Palestínu, á upptök sín í Hermonfjalli og rennur um Húlevatn og Galíleuvatn í Dauðhafið.
1.6 klæðum úr úlfaldahári…villihunang:Klæðnaður Jóhannesar var ekki ólíkur fatnaði Elía spámanns (2Kon 1.8). Jóhannes hafðist við í óbyggðinni og nærðist þess vegna á því sem var hendi næst.
1.7 sem mér er máttugri: Hér á Jóhannes við Jesú.
1.7 leysa skóþveng hans:Það var í verkahring þræla
1.8 skíra ykkur með heilögum anda:Sá sem þiggur skírn í nafni Jesú verður sem nýr maður og öðlast gjöf heilags anda. Sjá og „Skírn„. Heilagur andi er kraftur Guðs að verki. Sjá „Heilagur andi“ í orðtakasafni.
1.9Nasaret í Galíleu…Jórdan:Sjá athugagrein við 9.30.
1.10andann…eins og dúfu:Sjá athugagrein við 1.8 (skíra ykkur með heilögum anda). Í Nýja testamenti er heilagur andi líka nefndur huggari eða hjálpari (Jóh 14.16).
1.11minn elskaði sonur:Röddin af himni nefnir Jesú Guðs son (1.1)
1.12óbyggðina:Líklega Júdeuauðnin, þurrlent fjallahérað rétt fyrir vestan Dauðahafið.
1.13Satan…englar þjónuðu honum:Nafnið Satan merkir andstæðingur. Satan er líka nefndur „djöfullinn“ (ákærandi) eða Beelsebúl, höfðingi illu andanna (3.22). Orðið „engill“ er sama orðið og angelos á grísku, en það þýðir sendiboði. Englar eru þjónar og sendiboðar Guðs.
1.14fagnaðarerindi Guðs:Eða „fagnaðarerindið um Guð“.
1.15Guðs ríki:Eilífur konungdómur Guðs, þar með talin leiðsögn um það hversu menn skuli lifa í hlýðni við hann. Í nánd: Eða „er þegar komið“.
1.16Galíleuvatni:Galíleuvatn er í norðurhluta Jórdandalsins. Það er líka nefnt Genesaretvatn (Lúk 5.1). Rómverjar kölluðu það Tíberíasvatn (Jóh 6.1; 21.1).
1.16Símon og Andrés, bróður Símonar:Símon var nefndur Kefasá arameísku (1Kor 1.12;9.5) og Pétur á grísku (Matt 16.18). Bæði nöfnin þýða klettur. Andrés Jóhannesson, bróðir hans, var og fiskimaður.
1.19Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans:Jesús kallaði þá Boanerges, sem þýðir þrumusynir (3.17). Nafnið kann að vera komið til af því að þeir bræður vildu láta eld falla af himni (Lúk 9.54).
Jesús vinnur fyrir guðsríkið í Galíleu
Í þessum drjúga hluta guðspjallsins (1.21-9.50) segir frá því er Jesús fór um í Galíleu og læknaði fólk, vann kraftaverk og flutti kenningu sína um Guðs ríki. Þegar dregur að lokum segir hann lærisveinum sínum frá því sem framundan er (8.31,32) og Guð birtir hina sönnu dýrð Jesú (9.2-8).
1.21 Kapernaúm:Mikið fiskiþorp við Galíleuvatnið norðanvert. Þar um lá þjóðbrautin milli Egyptalands í suðvestri og Sýrlands í norðaustri. Í samtíma Jesú var Kapernaúm bækistöð rómverskra hermanna sem litu eftir innheimtu skatta. Sjá kort á bls. 2375.
1.21 hvíldardaginn….samkunduna:Hvíldardagurinn (sabbatinn) var 7. dagur vikunnar, dagurinn þegar Guð hvíldist frá sköpunarverki sínu (1Mós 2.2,3). Hebreska orðið „sabbat“ þýðir hvíld og það var ófrávíkjanleg regla hjá gyðingum að vinna ekki á hvíldardeginum (2 Mós 20.8-11; 5Mós 5.12-15). Sjá og athugagrein við 5.22 (samkomustaður gyðinga).
Lækningar, kraftaverk og dæmisögur
Jesús birtir mátt Guðs með því að lækna marga og vinna kraftaverk.
1.22 fræðimennirnir: Sjá athugagrein við 12.38.
1.23 óhreinum anda: Sjá athugagrein við 12.38.
1.24 Jesús frá Nasaret…hinn heilagi Guðs: Jesús var gjarnan kenndur við heimabæ sinn til aðgreiningar frá öðrum mönnum, sem einnig báru nafnið Jesús. Illi andinn veit hver Jesús er og kallar hann „hinn heilaga Guðs“ sem trúlega samsvarar heitinu „Messías“ (sjá athugagrein við 8.29).
1.28 Galíleu: Sjá athugagrein við 9.30.
1.29 Símonar og Andrésar…Jakob og Jóhannes: Sjá athugagreinar við 1.19 (Jakob og Jóhannes) og 1.16 (Símon…Andrés).
1.32 sólin sest: Nú var hvíldardagurinn liðinn; nýr dagur reis um sólarlag.
1.32 illum öndum: Sjá athugagrein við 3.30.
1.39 samkundum….Galíleu: Sjá athugagreinar við 5.22 (samkundur gyðinga) og 9.30 (Galílea).
1.40 líkþrár: Orðið „líkþrá“ var notað um ýmsa húðsjúkdóma. Sumir þeirra smituðust við snertingu. Þegar Jesús snerti hinn líkþráa (1.41) hætti hann ekki einasta á það að smitast af honum, heldur varð hann við það „óhreinn“, þ.e. mátti ekki, samkvæmt Móselögum, taka þátt í helgihaldi með öðrum gyðingum.
1.44 Gæt þess að segja engum neitt: Jesús bað iðulega þá sem hann hafði læknað að hafa ekki orð á því (3.10-12; 7.34-36), væntanlega til þess að koma í veg fyrir að ótöluleg mergð sjúklinga þyrptist að honum. Honum kann að hafa fundist, að kraftaverkið þyrfti ekki vitna við og sendi því hinn heilbrigða í musterið (1.44).
1.44 sýn þig prestinum og fórna fyrir hreinsun þína:Menn skyldu færa dýrafórn að fórnargjöf, ásamt mjöli blönduðu ólífuolíu. Sjá 3Mós 14.1-32. Þeir sem læknuðust af líkþrá, urðu að sýna sig prestunum, til þess að verða úrskurðaðir hreinir, fara að helgum sið um hreinsun og voru fyrst eftir það velkomnir aftur í samfélag Guðs lýðs.