8.1 fagnaðarerindið um Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.

8.2 María, kölluð Magdalena: Nafnið þýðir, að hún var frá Magdala, þorpi við Galíleuvatnið vestanvert. Því hefur verið haldið fram, að hún hafi verið konan í 7.36-50, en ekkert í guðspjöllunum rennir stoðum það. Hún varð vitni að dauða Jesú á krossinum (sjá Mrk 15.40-41) og hún sá hvar hann var grafinn (Lúk 23.55; Mrk 15.47). Þá var hún ein þriggja kvenna sem fóru til grafarinnar með ilmsmyrsl til þess að smyrja með líkama Jesú (Lúk 24.1; Mrk 16.1) og hún varð fyrst til þess að sjá Jesú upprisinn frá dauðum (Lúk 24.9,10; Mrk 16.9).

8.3 Jóhanna, kona Kúsa…Súsanna: Jóhanna og Súsanna hafa verið í hópi lærisveina Jesú og samstarfsmanna og ferðast með honum (Lúk 23.49). Algengt var að konur styrktu lærimeistara með peningagjöfum. Súsönnu er hvergi getið nema hér. Jóhanna er aftur nefnd á nafn í Lúk 24.10. Kúsa var ráðsmaður Heródesar Antípasar (sjá athugagrein við 3.1).

8.5 Sáðmaður gékk út að sá: Þegar búið var að brjóta jörðina, sáði bóndinn niður korni sínu í akurinn með því að kasta hnefafylli í einu. Að sáningu lokinni var sæðið plægt niður í moldina ásamt með kornstönglastubbum, sem höfðu orðið eftir við síðustu uppskeru, en þeir urðu áburður er þeir rotnuðu. Sumt af sæðinu hlaut að misfarast.

8.10 Guðs ríkis: Sjá athugagrein við 4.43.

8.12 djöfullinn: Sjá athugagrein við 4.3.

8.16 ljós: Á dögum Jesú tíðkuðust litlir leirlampar. Þeir brenndu ólífuolíu og menn gátu haldið á þeim í hendi sér. Kveikur, líkt og á kerti, dró upp olíuna. Sjá og Matt 5.15; Lúk 11.33.

8.19 Móðir Jesú og bræður: Í Mrk 6.3 eru bræður Jesú nefndir með nafni og þess einnig getið, að hann hafi átt systur.

8.22 Förum yfir um vatnið: Ferðinni var heitið yfir á austurströnd Galíleuvatns. Þar voru fæstir heimamanna Gyðingar.

8.26 byggð Gerasena: Gerasa (sem nú heitir Jerash) var rúma 30 km fyrir austan ána Jórdan, sunnan við Galíleuvatn. Hún tilheyrði „Dekapólis“ (Tíu borgunum), en það er grískt orð og var notað um samband 10 borga fyrir austan Jórdandalinn. Byggingarnar í þeim voru margar reistar samkvæmt grískri húsagerðarlist og þeim komið fyrir að hætti grískra borga. Íbúarnir sömdu sig að siðum Grikkja.

8.27 öndum: Sjá athugagrein við 4.33-35.

8.27 í gröfunum: Því var trúað að illir andar hefðust við hjá gröfum dauðra. Sjá og athugagrein við Matt 8.28 (gröfunum).

8.28 sonur Guðs hins hæsta: Andarnir vita vel að Jesús er sonur Guðs, þótt mennirnir skilji það ekki og séu ekki enn tilbúnir til þess að trúa því. Berið þetta vers saman við 4.35. Sjá og athugagrein við 1.35 (sonur Guðs).

8.31 undirdjúpið: dvalarstaður illra anda, sjá og athugagrein við 12.5)

8.32 svínahjörð: Gyðingar héldu ekki svín af þeirri ástæðu að lögmál Móse bannaði neyslu svínakjöts. Svínin eru til marks um það að mikið var um heiðingja í þessu héraði.

8.37 Gerasena: Sjá athugagrein við 8.26 (Gerasa).

8.41 samkundunnar: Sjá athugagrein við 4.15.

8.43 lækna: Á tímum Nýja testamentis voru læknar að störfum. Þeir stunduðu sjúka og særða og kunnu ýmislegt fyrir sér, en höfðu takmarkaða þekkingu á orsökum sjúkdóma. Sjá greinina „Kraftaverk, töfrar og læknisdómar“.

8.43 Orðin „varið til aleigu sinni“vantar í sum handrit.

8.45 treðst að þér og þrýstir á: Sum handirt bæta við „og þú spyrð: ‘Hver snart mig?'“

8.51 Pétri, Jóhannesi og Jakobi: Þrír af postulunum. Þeir voru áður fiskimenn. Jakob og Jóhannes voru bræður (Lúkas 5.1-10). Allir urðu þeir vitni að því er Jesús ummyndaðist á fjallinu (Lúkas 9.28-36). Þeir voru líka með Jesú í Getsemane þegar hann baðst fyrir áður en hann var tekinn höndum (Mrk 14.33).

8.55 að gefa henni að eta: Þegar stúlkan færi að borða var það til marks um að hún væri lifandi manneskja, en ekki andi. Berið saman við Lúkas 24.30-43. Eftir að Jesús var reistur upp frá dauðum slóst hann í för með tveimur lærisveinum sínum á leið til Emmaus. Þeir þekktu hann, þegar hann braut brauðið. Seinna, þegar hann birtist lærisveinum sínum, snæddi hann með þeim.