24.1 í afturelding fyrsta dag vikunnar: Hvíldardeginum lauk um sólarlag á laugardagskvöldi. Konurnar héldu því til grafarinnar í birtingu á sunnudagsmorgninum.
24.3 Drottins Jesú: Þessi orð vantar í sum handrit.
24.7 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24. Jesús hafði sagt fyrir um dauða sinn (9.22).
24.10 María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs: Sjá athugagreinar við 8.2( María Magdalena) og 8.3 (Jóhanna). María móðir Jakobs er líka nefnd í Mrk 16.1 Hver hún var, og hvaða Jakob var sonur hennar, er ekki vitað með neinni vissu. Ef til vill var hún móðir annars af postulunum tveimur, sem báðir hétu Jakob.
24.9-10 þeim ellefu: Átt er við postulana, sem Jesús útnefndi (sjá 6.12-16). Nú eru þeir ellefu talsins, þar sem Júdas, sem sveik meistara sinn, er ekki lengur meðal þeirra. Í Matteusarguðspjalli 27.3-5 segir að Júdas hafi stytt fyrir sér.
24.13 Tveir þeirra: Lærisveinar Jesú. Annar þeirra kann að hafa verið einn af þeim ellefu; hinn hét Kleófas.
24.13 Emmaus: Lítið þorp í Júdeu, en ekki er vitað hvar. Fornleifafræðingar geta sér til um þrjá staði og þykir Amwas, sem er um 32 kílómetra vestur af Jerúsalem, líklegastur.
24.18 Kleófas: Þessi lærisveinn Jesú er hvergi nefndur í Nýja testamenti annars staðar en hér og er ekkert um hann frekar vitað.
24.26 Kristur: Sjá athugagreinar við 2.11 og 3.15.
24.27 Móse og öllum spámönnunum: Sjá athugagrein við 16.16 (Lögmálið og spámennirnir).
24.32 ritningunum: Helgar ritningar Gyðingar, sem kristnir menn nefna Gamla testamentið.
24.39 hendur mínar og fætur: Stundum voru naglar reknir í gegnum úlnliði og ristar þeirra sem krossfestir voru. Jesús vildi að postularnir bæru kennsl á hann af sárunum sem hann hafði hlotið.
24.43 neytti þess frammi fyrir þeim: Með því móti sýndi Jesús postulunum að hann væri ekki vofa.
24.44 lögmáli Móse…sálmunum: Helgirit Gyðinga skiptast í þrennt: 1) Lögmál Móse, 2) spámennina og 3) ritin, en þar eru Sálmarnir meðtaldir.
24.49 andann sem faðir minn hét ykkur: Heilagur andi. Í 2. kapítula Postulasögunnar segir frá því er þetta fyrirheiti rættist á hvítasunnudag. Sjá og Post 1.1-11 og athugagrein við Lúk 1.35.
24.50 Betaníu: Sjá athugagrein við 19.28,29.
24.53 helgidóminum: Musterið í Jerúsalem. Sjá athugagrein við 13.35.