18.3 ekkja…ná rétti: Í mannfélagi Gyðinga voru ekkjur afleitlega settar. Stundum áttu þær engan að.

18.8 Mannssonurinn: Sjá athugagrein við 5.24.

18.10 í helgidóminn að biðjast fyrir: Bænastundir í musterinu voru yfirleitt á morgnana og um nónbil.

18.10 farísei…tollheimtumaður: Sjá athugagreinar við 5.17 (farísear og lögmálskennendur) og 3.12 (tollheimtumaður).

18.12 fasta…geld tíund: Að fasta er að neita sér um mat (sjá athugagrein við 2.37). Að gjalda tíund er að gefa tíunda hluta af tekjum sínum (sjá athugagrein við 11.42).

18.13 mér syndugum: Sjá athugagrein við 13.2.

18.16,17 Guðs ríki: Sjá athugagrein við 4.43.

18.18 eilíft líf: Sjá athugagrein við 10.25.

18.20 boðorðin: Boðorðin fimm sem Jesús hefur yfir heyra til Boðorðunum tíu sem Guð fékk Móse á Sínaífjalli. Sjá 2Mós 20.1-17 og 5Mós 5.1-21.

18.25 úlfalda: Úlfaldar eru stórvaxnar skepnur sem geta verið ómeðfærilegar og þrjóskar. Jesús tekur djúpt í árinni til þess að leggja áherslu á sannindi orða sinna.

18.28 Pétur: Sjá athugagrein við 5.8 (Símon Pétur).

18.29,30 Guðs ríkis…eilíft líf: Sjá athugagreinar við 4.43 (Guðs ríki) og 10.25 (eilíft líf).

18.31 Mannssoninn: Sjá athugagrein við 5.24.

18.32 heiðingjum: Átt er við Rómverja sem voru við völd í Jerúsalem.

18.35 Jeríkó: Sjá athugagrein við 10.30. Í Jósúabók 5.13-6.26 er því lýst er Ísraelsmenn lögðu Jeríkó í eyði eftir að þeir fóru yfir ána Jórdan inn í Kanaansland.

18.35 blindur maður: Í Mrk 10.46 er hann sagður hafa heitið Bartímeus.

18.37 Jesús frá Nasaret: Jesús var iðulega kenndur við heimabæ sinn þar eð margir aðrir hétu líka Jesús.

18.38 sonur Davíðs: Gyðingar væntu þess að Messías yrði af ætt Ísaí, föður Davíðs konungs (Jes 11.1-11). Því var Messías oft nefndur „sonur Davíðs.“ Sjá og athugagrein við 3.15.