15.1 tollheimtumenn og bersyndugir: Sjá athugagreinar við 3.12 (tollheimtumenn) og 13.2 (syndarar). „Syndarar“ voru þeir kallaðir, sem brotið höfðu gegn lögmáli Móse. Jesús gerði fólki ljóst að Guð elskar syndarann, tekur honum opnum örmum og leiðir til samfélags við lýð sinn.

15.4 fer eftir þeim sem týndur er: Óvíst er að samviskusamur fjárhirðir væri líklegur til þess að skilja hjörð sína eftir gæslulaust á meðan hann leitaði að einum sauð.

15.7 á himni: Sjá athugagrein við 10.20.

15.8 tíu drökmur: Gríska myntin „drakma“ jafngilti verði einnar ær. Uxi kostaði aftur fimm drökmur.

15.12 þann hluta eignanna sem mér ber: Synir erfðu feður sína. Elsti sonurinn hlaut stærri skerf en yngri bræður hans, stundum tvöfalt meira en þeir.

15.15 gæta svína: Í Móselögum var lagt blátt bann við því að snerta svín, hvað þá að eta kjötið af þeim (5Mós 14.8). Gyðingi mundi stórlega misboðið, væri hann beðinn að fóðra svín, að ekki sé talað um að matast innan um þau. Sjá og „Hreinsanir (hreint og óhreint).

15.16 drafinu er svínin átu: Á grísku „baunabelgir,“ en þeir uxu á svonefndu karob-tré í Palestínu. Í þeim var undirstöðugóður safi, líkur sírópi. Enn þann dag í dag eru þessi belgir skepnufóður og fyrir kemur á fátæklingar leggja sér þá til munns.

15.22 dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum: Þetta sýnir, að faðirinn tók að fullu við syni sínum aftur. Hringur táknaði virðingarstöðu í fjölskyldunni. Skórnir voru til marks um það að hér var sonur og ekki þræll, þar sem þrælar voru sjaldnast í skóm.