11.2 ríki: Sjá athugagrein við 4.43.
11.4 syndir: Synd er uppreisn manna gegn Guði og óhlýðni við boð hans. Syndin skilur okkur því frá Guði og öðrum mönnum. Fyrirgefning tekur syndina burt. Samkvæmt helgiritum Gyðinga hlutu þeir fyrirgefningu sem syndgað höfðu ef þeir sneru sér aftur til Guðs og hættu að brjóta gegn vilja hans. Það nefnum við „iðrun“. Lærimeistarar Gyðinga kenndu, að Guði einn gæti fyrirgefið syndir. Sjá og „Synd“.
11.3 vort daglegt brauð: Eða: brauð vort til dagsins á morgun.
11.13,14 heilagan anda…illan anda: Sjá athugagreinar við 1.35 (Heilagur andi) og 4.33-35 (óhreinum, illum anda).
11.15 Beelsebúls, höfðingja illra anda: Beelsebúl er dregið af nafni kanverska guðsins Baals og merkir „höfðinginn Baal“ eða „guð kraftarins.“ Hebrear breyttu nafninu í „Beelsebúb“ (Matt 12.24), sem þýðir „flugnahöfðingi.“ Sjá og Matt 9.34.
11.18 Satan:Sjá athugagrein við 4.3.
11.23 safnar ekki saman með mér: Jesús á við það, að hinir trúu safnist saman, verði ein hjörð (Jóh 10.16). Þeir sem ekki starfa með Jesú eru andstæðingar hans og boðskapar hans. Sjá og Mrk 9.40.
11.24 óhreinn andi: Sjá athugagrein við 4.33-35.
11.28 „Já, því sælir eru þeir…varðveita það“: Eða: „Nei, en sælir eru þeir…varðveita það.“
11.29,30 tákn Jónasar…Jónas varð Nínívemönnum tákn: Þegar Jónas spámaður neitaði að bera Assýringum, óvinum Ísraels, boð frá Guði, sendi Guð stóran fisk og lét hann gleypa Jónas. Jónas var í kviði fisksins í þrjá sólarhringa, en að þeim liðnum bauð Drottinn fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land. Jesús segir, að sjálfur muni hann hvíla í gröf sinni í þrjú dægur (Lúk 23.50-24.12), jafn lengi og Jónas var í kviði fisksins. Sjá og Matt 16.4; Mrk 8.12; Jón 3.4.
11.31,32 Drottning Suðurlanda: Drottingin í Saba í Suður-Arabíu eða ef til vill í Norðaustur-Afríku. Jesús segir, að fyrst heiðingjarnir í Níníve (Jón 3.5) eða drottningin í Saba (1Kon 10.1-10; 2Kron 9.1-12) gátu lært af spámönnum og konungum Gyðinga, þá ættu leiðtogarnir í Júdeu að meta því meir boðin frá Guði, flutt af landa þeirra, Jesú.
11.34 lampi: Sjá athugagrein við 8.16. Sjá og Matt 5.15; Mrk 4.21; Lúk 8.16.
11.37 farísei: Sjá athugagrein við 5.17.
11.37 settist til borðs: Sjá athugagrein við 7.36
11.38,39 þvoði ekki hendur sínar: Það var skýrt tekið fram í lögmáli Gyðinga, að fólk mætti ekki tilbiðja Guð, ef það hefði snert ákveðna hluti eða etið vissa fæðu. Þess vegna þvoði það sér um hendur og hreinsaði matarílát áður en það settist að borðum. Jesús segir, að innri maðurinn, hugarfarið, skipti meira máli en hlýðni við lög er mæla einungis fyrir um hreinleika hið ytra. Sjá og „Hreinsanir (hreint og óhreint)“.
11.40 hefur sá sem skapaði hið ytra ekki einnig skapað hiðinnra?hið Eða: „Sá sem þvær sér utan, þvær hann sér ekki líka að innan?
11.42 Þér gjaldið tíund: Farísear virtu lögin er mæltu fyrir um það, að Drottni skyldi gefinn tíundi hluti af uppskerunni af akrinum og afurðum hjarðarinnar (5Mós 14.22 og 3Mós 27.30), og töldu þeir jafnvel fram tíund af kryddi úr görðum sínum, sem ekki var skylt af gjalda tíund af. Jesús sagði þeim, að jafn mikilvægt væri að sýna öðru fólki kærleika og hjálpsemi.
11.43 skipa æðsta bekk..láta heilsa yður á torgum:Farísear sátu yfirleitt fremst á samkomum, enda lásu þeir oft upp úr helgum ritningum og kenndu. Litið var upp til þeirra og þeim heilsað með virðingu á götum úti.
11.44 duldar grafir: Grafir voru kalkaðar svo að fólk tæki eftir þeim og léti ógert að snerta þær. Sá sem kom við gröf eða líkið af dauðum manni var álitinn óhreinn og varð að fara að helgum sið um hreinsun og var fyrst eftir það velkominn aftur í samfélag Guðs lýðs.
11.45 lögvitringur: Sjá athugagrein við 5.17.
11.46 lítt bærar byrðar: Hér á Jesús við lögin, sem farísear og lögvitringar brýndu fyrir fólki að hafa í heiðri. Hann segir, að þessum fræðurum sé mikið í mun að leggja mönnum lífsreglur, en þeir nenni síður að hjálpa þeim sem berjast við að hlýða þessum fyrirmælum.
11.49 speki Guðs: Ekki er vitað til hvaða heimildar Jesús vitnar hér. Guð sendi spámenn áður en Jesús fæddist, en Gyðingar sneru við þeim baki og suma drápu þeir. Þeir hlýddu ekki á það sem Guð vildi við þá segja.
11.51 frá blóði Abels til blóðs Sakaría: Jesús nefnir fyrsta manninn sem helgirit Gyðinga segja hafa verið myrtan, og hinn síðasta. Frá Abel segir í 1Mós 4.1-16; á Sakaría, bróður Jórams konungs, er minnst í 2Kron 24.20-22. (2Kron er síðast rit hebresku Biblíunnar).
11.52 lögvitringar: Sjá athugagrein við 5.17.