4.3 orðið…leyndardóm: Sjá athugagreinar við 1.5 (í orði sannleikans) og 1.26,27 (leyndardóminn…leyndardómi).
4.3 Hans vegna er ég nú í böndum: Páll kveðst sitja í fangelsi vegna orðsins, leyndardóms Krists. Ekki er vitað nákvæmlega hve oft Páll var hnepptur í varðhald eða hve víða. Í Postulasögunni segir, að hann hafi verið varpað í dýflissu bæði í Efesus (Post 24.24-26.32) og Sesareu (Post 19.19-21), og vitað er að hann sat í stofufangelsi í Róm (Post 28.11-30).
4.7 Týkíkus: Týkíkus var frá Litlu-Asíu og nafnið hans þýðir „tilviljunarkenndur“ eða „heppinn.“ Hann var með Páli á kristniboðsferðum hans (Post 20.4,5) og flutti boð frá honum (Ef 6.21,21; 2Tím 4.12; Tít 3.12).
4.9 Onesímus: Onesímus hafði verið þræll Fílemons. Nafnið þýðir „nytsamlegur.“ (Sjá Bréf Páls til Fílemons).
4.10-17 Aristarkus…Arkippusi: Flestir þeir, sem í þessum versum eru nefndir á nafn, koma og fyrir annars staðar í Nýja testamenti:
- Aristarkus (Post 19.29; 20.4,5; 27.2, Fílm 24).
- Markús (Post 11.27-30; 12..12,24,25; 13.13; 15.36-39; 2Tím 4.11).
- Epafras (Kól 1.7; Fílm 23).
- Lúkas (Fílm 24; 2Tím 4.11).
- Demas (Fílm 24; 2Tím 4.10).
- Arkippus (Fílm 2)
Jesús, að viðurnefni Jústus og Nýmfa, eru hvergi annars staðar nefnd á nafn í Nýja testamenti en hér, í Kólossubréfinu.
4.13 í Laódíkeu og í Híerapólis: Laódíkea var um 32 kólómetrum fyrir vestan Kólossu. Borgin Híerapólis var fræg fyrir vefnað og litunarefni. Hún var í 10 kólómetra fjarlægð frá Laódíkeu í ofanverðum Lýkusárdal.
4.16 þetta bréf: Hvergi í Nýja testamenti nema hér er minnst á þetta bréf til safnaðarins í Laókíkeu.
4.18 Kveðjan er skrifuð með minni, Páls, eigin hendi: Þessi orð benda til þess, að sjálft hafi bréfið verið að skrifað af ritara.