21.1 Tíberíasvatn: Sjá athugagrein við 6.1.
21.2 Símon Pétur…Sebedussynirnir: Sjá athugagreinar við 1.40 (Símon Pétur), 11.16 (Tómas tvíburi) og 1.45 (Natanael). Jakob og Jóhannes urðu lærisveinar Jesú (Lúk 5.11; 6.14). Hann gaf þeim nafnið Boanerges, sem þýðir „þrumusynir“ (Mrk 3.17). Samstarfs þeirra Péturs og Jóhannesar er getið í Post 1.13; 3.1-11; 4.3-21; 8.14.
21.7 Lærisveinninn, sem Jesús elskaði: Sjá athugagrein við 13.23. Hann verður fyrstur til þess að bera kennsl á Jesú.
21.9 fisk…brauð: Þessi fæða er táknræn í Jóhannesarguðspjalli. Brauðið vísar til síðustu kvöldmáltíðarinnar (sjá athugagrein við 6.53) og minnir á „brauð lífsins“ sem er Jesús sjálfur (6.48). Í frumkirkjunni var fiskur eitt helsta tákn Jesú.
21.15 Símon Jóhannesson: Símon Pétur (sjá athugagrein við 1.40).
21.15,16 lamba minna…sauða minna: Jesús nefndi sjálfan sig „góða hirðinn“ (10.14). Lærisveinar hans eru lömb hirðisins (sauðirnir). Jesús felur Pétri að annast um sauðina (lærisveinana), fóðra þá á boðskap hans og fyrirgefa þeim syndirnar (20.23).
21.18,19 rétta út hendurnar…vegsama Guð: Að „rétta út hendurnar“ er forsögn um að Pétur muni deyja á krossi eins og Jesús. Pétur verður tekinn höndum og leiddur þangað sem hann vill ekki fara. En dauði hans mun „vegsama Guð“ með sama hætti og Jesús „gerði nafn föðurins dýrlegt“ með dauða sínum (12.28).
21.20 Sjá Jóh 13.25.