16.2 gera yður samkunduræka: Sjá athugagreinar við 9.22-23 (út undan) og 12.42.
16.5 nú fer ég til hans sem sendi mig: Sjá athugagrein við 14.28.
16.7-8 hjálparinn…til yðar: Sjá athugagrein við 1.32 og „Heilagur andi“. Heilagur andi mun sýna fram á það, að heimurinn veit ekki hvað synd er og hann mun kenna mönnum að lifa samkvæmt vilja Guðs. Andinn birtir sannleikann um Guð og fyrirætlanir hans.
16.8 sanna…réttlæti: Margir trúðu því að reglur og fyrirmæli í lögmáli Móse væru allur sannleikurinn um það sem Guð ætlaðist til af lýð sínum. Jesús færði sönnur á það að ýmsir hefðu misskilið vilja Guðs. Réttlæti Guðs væri ætlað öllum mönnum, en ekki aðeins fáum útvöldum af Ísraelsþjóð. Þeir sem ekki trúðu Jesú yrðu að koma fyrir dómstól Guðs.
16.11 höfðingi þessa heims: Sjá athugagrein við 12.31.
16.20 Þér munuð gráta…heimurinn mun fagna: Jesús ræðir hér um sorg og ótta lærisveina sinna eftir að hann hefur verið krossfestur (19.17-39). Harmur þeirra verður sár, líkt og þrautir konu þegar hún elur barn. „Heimurinn“, þeir sem ekki trúa á Jesú, mun aftur á móti verða feginn því að sjá honum á bak.
16.32 þér tvístrist…skiljið mig einan eftir: Jafnvel þótt lærisveinarnir segist vita hver Jesús er, munu réttarhöldin yfir honum og krossfestingin reyna mjög á hugrekki þeirra og trúarstyrk. Jesús segir þeim, að í fyrstunni muni þeir ekki styðja hann í andstreymi hans og þjáningu (18.15-18, 25.25-27; Mrk 14.50,51).
16.33 Ég hef sigrað heiminn: Sjá athugagreinar við 8.44 og 12.31.