14.2 Í húsi föður míns eru margar vistarverur: Hér ræðir Jesús um himnaríki.

14.5 Tómas: Sjá athugagrein við 11.16.

14.6 Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig: Hér segir Jesús að hann sé „vegurinn“ að „sannleikanum“ þar sem „lífið“ í Guði er að finna.

14.8 Filippus: Sjá athugagrein við 1.45 (Filippus).

14.9 föðurinn: Sjá athugagrein við 5.17. Jesús segir, að Filippus og hinir lærisveinarnir muni geta fetað í fótspor sín, prédikað fagnaðarerindið og unnið kraftaverk (14.12). Gjöf heilags anda mun gera þeim þetta kleift (14.16).

14.16 hjálpara: Gríska orðið getur þýtt „huggari“ eða „verjandi.“ Sjá athugagrein við 1.32 og „Heilagur andi“.

14.17 Heimurinn: Sjá athugagrein við 12.31.

14.22 Júdas – ekki Ískaríot: Þessi Júdas kann að vera Júdas Jakobsson, sem nefndur er í Lúk 6.16 og Post 1.13. Sjá athugagreinar við 6.70,71 og 12.4 (Júdas Ískaríot).

14.26 hjálparinn…sem faðirinn mun senda: Sjá athugagrein við 1.32 (heilagur andi).

14.27 Frið: Sá friður sem Jesús gefur felst ekki einasta í því að menn séu sáttir og lausir við þrætur. Hann er alger velfarnaður líkama og sálar.

14.28 ég fer til föðurins: Jesús stígur upp til himna og sest við hægri hönd Guðs föður almáttugs og ríkir með honum (Lúk 24.50,51).

14.30 höfðingi heimsins: Sjá athugagrein við 12.31.