8.1 til hægri handar: Sjá athugagrein við 1.3 (til hægri handar).
8.2 í helgidóminum, hinni sönnu tjaldbúð: Sjá athugagrein við 6.19. Þótt helgidómurinn (“hið allrahelgasta”) hafi verið í tjaldbúðinni (og síðar í musterinu) segir höfundur að nú sé helgdómurinn í “hinni sönnu tjaldbúð” (á himnum). Sjá og athugagrein við 8.5.
8.5 tjaldbúðin…er eftirlíking og skuggi hinnar himnesku: Guð sagði Móse nákvæmlega fyrir um það, hvernig fyrsta tjaldbúðin ætti að vera (2Mós 25.40). Í henni báru prestar Ísraelsmanna fram fórnir, og seinna í musterinu. En bæði tjaldbúðin og musterið voru ekki nema svipur hjá sjón samanborið við hinar eilífu tjaldbúðir, helgidóminn á himnum.
8.6 sáttmála: Sjá athugagrein við 7.22. Orðið “sáttmáli” merkir “samningur.” Í hinum “fyrri sáttmála” (8.7; sjá og 2Mós 19.1-20.17) hét Guð að vernda og blessa Ísraelsþjóðina og gefa henni land til eignar. Í staðinn skuldbatt fólkið sig til þess að breyta eftir lögmáli Móse, bæði fyrirmælum um helgihaldið (9.1) og reglum sem áttu að tryggja réttlæti og frið í samskiptum manna. Umfram allt skyldi það ekki aðra guði hafa en Drottin. En mannfólkið var ófært um að hlýða hinum fyrri sáttmála. Því gerði Guð við það nýjan sáttmála, sem ekki var ritaður á steintöflur, heldur lagður því í brjóst og ritaður á hjörtu þess (Jer 31.31-34).
8.13 nýjan sáttmála: sjá athugagrein við 7.22.