5.1-3 æðsti prestur…bera fram gáfur og fórnir: Sjá athugagrein við 2.17 og “Prestar í Ísrael“.
5.4 Aron: Aron, bróðir Móse, var af Guði kjörinn til þess að verða fyrstur æðsti prestur (2Mós 28.1-29.35).
5.6 Melkísedeks: Í Gamla testamenti er Melkísedek, konungur í Salem, kallaður prestur Hins hæsta Guðs (1Mós 14.17-20). Hann blessaði Abrahams ættföður og áréttaði sérstaka velþóknun Guðs í hans garð. Þar eð andláts Melkísedeks er ekki getið í Fyrstu Mósebók, héldu sumir lærimeistarar Gyðinga því fram, að hann mundi lifa að eilífu. Sjá og athugagrein við 7.1-3 og Slm 110.4.
5.9 eilíft hjálpræði: Sjá athugagrein við 1.14.
Hverfum frá breytni sem leiðir til dauða
Þeir, sem Kristi fylgja, eru áminntir um að vera staðfastir og falla ekki frá, halda heldur áfram að vera sterkir í trúnni. Þeir eru hvattir til þess að breyta eftir þeim, sem trúa og eru stöðuglyndir.
5.12 mjólk en ekki fasta fæðu: Margir höfðu heyrt fagnaðarboðskapinn um Krist, en höfðu aðeins takmarkaðan skilning á honum. Þeir þurftu því á að halda meiri fræðslu um grundvallaratriði trúarinnar, sem höfundur líkir við mjólkina, sem börnin drekka. Þeir, sem þroskaðri eru orðnir, skilja betur fræðsluna fyrir lengra komna. Henni líkir höfundur við fasta fæðu handa fullorðnum.