3.1 Jesú, postula og æðsta prests: Orðið postuli þýðir sendimaður. Hann rekur erindi yfirmanns síns. Sjá og athugagrein við 2.17.

3.2 öllu: Þetta orð vantar í sum handrit.

3.5 Móse var að sönnu trúr: Sjá „Móse„.

3.6 Kristur: „Kristur“ er á grísku christosog er sömu merkingar og hebreska orðið Messías, sem þýðir „hinn smurði“ eða „útvaldi.“ Guð sendi einkason sinn, Jesú Krist, til þess að leiða lýð sinn.

Hér ræður höfundur lesendum frá því að óhlýðnast Guði, en hvetur þá til þess að halda fast við trúna, svo að þeir fái að ganga inn til hvíldar Drottins.

3.7 heilagur andi: Sjá athugagrein við 2.4 (heilags anda).

3.8,9 forherðið ekki hjörtu yðar eins og í eyðimörkinni…(feður yðar) freistuðu mín: Eftir að Ísralelsmenn flýðu frá Egyptalandi reikuðu þeir um eyðimörkina í fjörutíu ár. Þeir freistuðu Drottins með því að kveina fyrir augliti hans og óhlýðnast boðum hans (2Mós 15.23; 17.7; 5Mós 6.16; 4Mós 14.21-23).

3.13 syndarinnar: Sjá athugagrein við1.3 (hreinsaði okkur af syndum okkar).

3.16 út af Egyptalandi: Sjá athugagrein við 3.8,9. Fæst af fólkinu fékk að fara inn í fyrirheitnað landið Kanaan, vegna þess hve margir höfðu möglað gegn Drottni og óhlýðnast honum (4Mós 14.1-35).