10.3-4 er minnt á syndirnar: Lögmál Móse afmáir ekki syndir og það frelsar ekki. En það minnir menn á, að þeir hafa brotið af sér, syndgað (sjá og Róm 3.20).
10.11 prestur er hvern dag bundinn við helgiþjónustu sína: Sjá “Prestar í Ísrael”. Sjá og 2Mós 29.38.
10.12 hægri hönd: Sjá athugagrein við 1.3 (til hægri handar).
10.14 með einni fórn: Sjá athugagreinar við 2.17; 7.22; 9.25.
10.15 Heilagur andi: Sjá athugagrein við 2.4 (heilags anda).
10.18 syndirnar eru fyrirgefnar: Sjá athugagrein við 1.3 (hreinsaði okkur af syndum okkar).
Búið ykkur undir endurkomu Drottins
Sá dagur færist nær, þegar Jesús kemur aftur, og því ber lærisveinum hans að hvetja hver annan til kærleika og góðra verka og kappkosta að hafa hreina samvisku.
10.19,20 hið heilaga…fortjaldið: Sjá athugagreinar við 6.19; 8.2; 9.2-4.
10.21 mikinn prest: Sjá athugagreinar við 2.17; 4.14 og 9.14.
10.25 dagurinn færist nær: Sjá athugagrein við 9.28.
10.27 óttaleg bið eftir dómi og heitum eldi: Andstæðingar Guðs brjóta af sér þegar þeir skella skollaeyrum við fagnaðarerindi Guðs, þótt þeim hafi verið boðað það. Þeir verða dæmdir af Guði og hljóta þunga refsingu. Í Nýja testamenti er víða talað um afdrif ranglátra í ríki dauðra (helju), sem er logandi kvalastaður (fremur þó ástand en staður). (Sjá Matt 5.22; Lúk16.23,24; Opb 20.14).
10.32 ljósinu: Víða í Biblíunni táknar ljósið Guð eða Guðs orð (1Jóh 1.5; Slm 119.105), en auk þess fólk og viðburði sem bera Guði og sannleika hans vitni (Jes 49.6). Lærisveinar Jesú og meðhaldsmenn eru líka nefndir “börn ljóssins” (Jóh 12.36; Ef 5.8).
10.33,34 þið sjálf, smánuð og aðþrengd…þið voruð rænd eignum ykkar: Þegar Hebreabréfið var skrifað, voru kristnir menn víða litnir hornauga af samborgurum sínum og yfirvöldum, enda blönduðu þeir ekki geði við hverja sem var. Þeir tóku t.d. ekki þátt í ýmsum félags- og trúarathöfnum samtímans eða launhelgum, þar sem menn unnu eiða sem voru leyndarmál, af því að þeim þótti slíkt stríða gegn kristinni trú og kristnum sið. Með þessu kölluðu þeir yfir sig einelti og alls konar mótgjörðir. Stundum voru meira að segja eignir þeirra teknar frá þeim. Sumir hinna kristnu máttu sæta ofsóknum rómverskra stjórnvalda af því að þeir neituðu að tilbiðja keisarann í Róm sem guð væri.
10.38 Minn réttláti mun lifa fyrir trúna: Eða “Sá sem Guð réttlætir fyrir trúna mun lifa.”
10.39 frelsumst: Sjá athugagrein við 1.14.