5.1 Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs: Sjá athugagreinar við 1.3 (son hans Jesú Krist) og 2.1 (Börnin mín). Eins og Guð hefur útvalið Jesú, eins hefur Jesús útvalið þá, sem honum fylgja, til þess að vera Guðs börn.
5.3 Jóh 14.15; 1Jóh 2.5,7.
5.4 sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn: Sjá athugagreinar við 2.15 (heiminn) og 3.23 (trúa).
5.6 andinn: Sjá athugagrein við 2.27.
5.6 Hann er sá sem kom með vatni og blóði, Jesús Kristur. Ekki með vatninu eingöngu heldur með vatninu og með blóðinu: Sjá Jóh 19.34. Þetta vers mætti einnig orða svo: “Hann er sá sem kom með vatni skírnarinnar og blóði dauða síns. Hann var ekki einasta skírður, heldur úthellti hann líka blóði sínu og dó.” Tilgangur þessa vers er að árétta, að Jesús hafi verið sannur maður og dauði hans á krossinum hafi ekki verið sýndardauði.
5.7,8 Þrír…Andinn og vatnið og blóðið: Þrjú eru kennimerki Guðs barna. Andinn er kraftur Guðs, hjálparinn, sem Jesús hét að senda lærisveinum sínum, þegar hann væri sjálfur farinn burt (Jóh 16.5-15). Vatnið táknar skírnina; sjálfur var Jesús skírður af Jóhannesi, frænda sínum (Matt 3.13-17). Páll postuli kenndi, að í skírninni væru syndirnar þvegnar burt og lærisveinar Krists risu upp með honum. Eftir það ættu þeir að lifa nýju lífi og leggja af hina fyrri hegðan (sjá Róm 6.3-5). Blóðið minnir á dauða Jesú á krossinum (Jóh 19.34,35) og síðustu kvöldmáltíðina, þegar Jesús lét svo um mælt, að vínið í kaleiknum væri blóð sitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga til fyrirgefningar synda (Matt 26.27,28).
5.11 eilíft líf: Sjá athugagrein við 1.2.
5.11 Jóh 3.36.
5.16 synd, sem leiðir ekki til dauða: Sjá athugagrein við 1.7 (synd). Synd, sem leiðir til dauða, verður ekki fyrirgefin. Lútherskir menn (og aðrir mótmælendur) gera engan mun stærri og smærri synda, heldur benda á guðleysi mannsins, sem er rót syndarinnar. Þó ræðir og um breyskleikasyndir og ásetningssyndir. Dauðasyndirnar sjö (sem katólskir telja, að ekki verði fyrirgefnar, nema menn skrifti fyrir þær, iðrist og geri yfirbót) eru þessar: Dramb, ágirnd, lauslæti, öfund, græðgi, heift og hirðuleysi. Sjá og Heb 6.4-6.
5.18: hinn vondi: Sjá athugagrein við 3.8 (djöflinum).
5.19 heimurinn er á valdi hins vonda: Sjá athugagreinar við 2.15 og 3.8.
5.20 eilífa lífið: Sjá athugagrein við 1.2 (lífið eilífa).
5.21 falsguðunum: Höfundur Fyrsta Jóhannesarbréfs vissi, að til voru mörg og mismunandi trúarbrögð, sem ekki fylgdu kenningum Krists. Þeir, sem aðhylltust þau, tilbáðu skurðgoð á borð við guði og gyðjur Grikkja og Rómverja. Oft var líkneskjum af þessum falsguðum komið fyrir í musterum, þar sem þeim voru færðar fórnir.