4.1,2 falsspámenn…Kristur kominn sem maður: Hér ræðir um þá falskennendur, sem neituðu því, að Jesús hefði verið sannur maður. Þótt þeir segðust hafa anda Guðs, voru þeir í raun á valdi andkristsins (sjá athugagreinar við 2.18 og 2.19).
4.4 falsspámennina…andinn sem er í heiminum: Sjá athugagrein við 2.19 (Þeir komu úr okkar hópi). Sjá og athugagreinar við 2.15 (heiminn) og 2.18 (andkristur).
4.4 andinn sem er í ykkur: Á grískunni “hann”. Kann að eiga við Guð, Jesú eða heilagan anda.
4.10 sendi son sinn til að vera friðþæging: Sjá athugagrein við 1.7.
4.13 anda sinn: Sjá athugagrein við 2.27.
4.15 sonur Guðs: Sjá athugagreinar við 1.3 og 2.24.
4.16 Guð er kærleikur: Sjá Jóh 3.16 og athugagrein við 1.7.
4.17 á degi dómsins: Sjá athugagrein við 2.28.
4.21 sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn og systur: Sjá 5Mós 6.4 og 3Mós 19.18. Hið “nýja boðorð” Jesú (Jóh 13.34) um að elska Guð og náungann rís á fornum boðorðum í lögmáli Móse.