5.1 aldraðan mann: Þótt vera kunni, að hér ræði um gamla safnaðarleiðtoga, er hitt líklegra, að átt sé við fullorðna menn yfirleitt. Hliðstæðan er þá “aldraðar konur” í 2. versi, sem áreiðanlega þýðir ekki “kvenkyns safnaðarleiðtogar.” Í versum 19-20 ræðir hins vegar um “öldunga” safnaðarins.
5.3 Heiðra ekkjur: Með því að taka “ekkju á skrá yfir ekkjur” (5.11) hafði söfnuðurinn hana upp frá því á framfæri sínu. Nauðsyn þess að framfleyta ekkjum í frumkirkjunni er líka lýst í Post 6.1-6; 9.36,39 og Jak 1.27. Kirkjan hafði úr takmörkuðum fjármunum að spila, svo aðeins ákveðnar ekkjur (þær sem voru óumdeilanlega bágstaddar) voru teknar “á skrá”. Sjá og 2Mós 22.22; 5Mós 24.17, 19-21; Jes 1.17 og Jer 49.11. Að “heiðra” kann hér að merkja að “borga”.
5.9 eingift:Eða “hafi verið trú í hjónabandi sínu” eða “hafi aldrei skilið við manna sinn.”
5.10 þvegið fætur heilagra: “boðið trúsystkin velkomin heim til sín.” Á tímum Nýja testamentis gengu menn ýmist berfættir eða á bandaskóm. Sá, sem réði fyrir heimilinu, þvoði oft aufúsugestum um fæturna.
5.11-14 ungar ekkjur giftist: Ungar ekkjur voru ekki “teknar á skrá” yfir hinar nauðstöddu. Þess var vænst af ekkju, sem tekin hafði verið á skrá, að hún væri upp frá því skírlíf (legði ekki lag sitt við karlmenn) og tæki að sér að rækja ákveðnar skyldur sönfuðinum til styrktar. Höfundur bréfsins mælir með því, að ungar ekkjur giftst fremur en að fara á skrá yfir févana ekkjur.
5.16 á fyrir ekkjum að sjá: Fjölskyldum kristinna manna bar að ala önn fyrir frændliði sínu (5.8), að ekkjunum að sjálfsögðu meðtöldum. Söfnuðurinn skyldi einungis aðstoða þær ekkjur, sem enga áttu að.
5.16 kona…hún: Í sumum handritum “karl eða kona…viðkomandi.
5.17 Öldungar: Gríska orðið “presbýteroi” má ýmist leggja út með “öldungar”, “safnaðarleiðtogar” eða “prestar”. Hér á orðið líklega við um alla þá, er höfðu á hendi ábyrgðarstörf í þágu safnaðarins og veittu honum forstöðu, að biskupum meðtöldum.
5.17 hafðir í tvöföldum metum: Eða “fái greidd tvöföld laun.”
5.20 Ávíta brotlega í viðurvist allra: Þessi aðferð minnir mjög á það, sem Matteus guðspjallamaður hefur eftir sjálfum Jesú (Matt 18.15-17). Framferði leiðtogans snerti í raun alla safnaðarmenn og því taldist rétt að yfirheyra hann og átelja að þeim viðstöddum.
5.21 engla: Sjá athugagrein við 3.16 (anda…englum).
5.22 vígja nokkurn mann: Sjá athugagrein um vígslu í Inngangi að Fyrra Tímóteusarbréfi.