Þjónusta og þolgæði í þjáningu allt til enda
Sá er Kristi trúr, sem notar náðargáfur Guðs til þess að þjóna öðrum (4.10,11). Kristnir menn eiga að fagna fyrir því að fá að líða, eins og Kristur leið; þjáningar eru til marks um hlýðnina við Guð. Brýnt er fyrir safnaðarleiðtogum að vera trúir hirðar hjarðarinnar, sem Guð hefur falið þeim á hendur, allt þar til hinn æðsti hirðir birtist, sem er Kristur.
4.1,2 er skilinn við synd: Hinir kristnu skulu vitna um trú sína með því að láta af því óguðlegu líferni, sem samborgarar þeirra ástunda, jafnvel þótt þeir sæti ofsóknum fyrir vikið (1Pét 1.14; 2.11,12; 3.8,9; 4.14-19). Sjá „Synd„.
4.3 hlaupið ekki með þeim út í sama spillingardíki: Sjá athugagrein við 1.14. Samdrykkjurnar, sem hér er á minnst, hafa trúlega verið svallsamar skemmtanir iðnfélaga og starfstétta í Litlu-Asíu. Sumir hinna kristnu kunna að hafa átt þar hlut að, enda slík aðild vænleg til þess að afla kunningja og viðskiptasambanda. Skurðgoðin geta vel hafa verið líkneskjur af frjósemisgyðjunni Artemis (sjá Posts 19.23-29).
4.5 þeim sem reiðubúinn er að dæma lifendur og dauða: Sjá athugagrein við 1.5.
4.6 dauðum var boðað fagnaðarerindið: Sjá athugagrein við 1.25 (fagnaðarerindið). Hinir dauðu eru annað hvort lærisveinar Krists, sem látnir eru, eða að öðrum kosti fólkið á dögum Nóa (3.19).
4.7 endir allra hluta er í nánd:Höfundur Fyrra Pétursbréfs segir Krist munu koma aftur, dæma lifendur og dauða og setja á stofn Guðs ríki. Sjá og 4.13 og athugagrein við 1.5.
4.10,11 náðargáfu…ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs: Í ritum Nýja testamentis er því réttilega haldið fram, að náðargáfurnar séu frá heilögum anda komnar (Róm 12.3-8; 1Kor 12.4-31).
4.12 eldraunina: Sjá athugagrein við 1.7.
4.13 þegar dýrð hans birtist: Sjá athugagreinar við 1.5 og 4.7.
4.17 tími dómsins: Sjá athugagrein við 1.5.