3.1-5 skuluð þið, eiginkonur, vera eftirlátar eiginmönnum ykkar: Guðsótti eiginkonu og góðir siðir eru vænlegri til þess að snúa kvæntum manni til kristni heldur en hárgreiðsla og sundurgerð í klæðaburði. Sjá og 2.11-17; 3.8-4.11.
3.6Sara: Sara fylgdi Abraham í auðmýkt þegar Guð bauð þeim að yfirgefa átthagana og halda til Kanaanslands (1Mós 12.-23). Sjá og “Abraham“.
3.7 eiginmenn: Lífið nýja í Guði er sameign kristins hjónafólks. Sjá og Ef 5.25; Kól 3.19.
3.15Drottin: Sjá athugagrein við 1.3.
3.18Kristur dó…lifandi ger í anda: Þetta vers er líklega ævaforn kristilegur sálmur. Því er fagnað, að Kristur dó til þess að fyrirgefa syndir og Guð reisti hann upp frá dauðum (sjá athugagreinar við 1.3 og 1.19).
3.19til andanna í varðhaldi: “Andarnir” eru er þeir, sem óhlýðnuðust á dögum Nóa og hlutu því að farast í syndaflóðinu (3.20). Kristur prédikar fyrir þeim, enda njóta einnig þeir góðs af hjálpræðisverki hans.
3.20 á dögum Nóa: Þótt illska mannanna á jörðinni væri orðin mikil, var Nói réttlátur og vandaður maður, sem gekk með Guði (1Mós 6.1-7.24). Sjá og Es 14.14; Matt 24.37-39; Heb 11.7; 2Pét 2.5).
3.21 fyrirmyndan skírnarinnar: Guð bjargaði Nóa og fjölskyldu hans í vatnsflóðinu mikla. Skírnin frelsar þá, sem sem trúa á Jesú Krist og eru hinn nýi lýður Guðs. Hún veldur fyrirgefningu syndanna og er bæn til Guðs um góða samvisku. Skírnarvatnið minnir á eilífa sáluhjálp hans. Páll postuli líkir björgun Ísraelslýðs undan bylgjum Rauða hafsins við skírnina í 1Kor 10.1,2.
3.22 til himna…á hægri hönd…englar: Sjá athugagrein við 1.4 (á himnum). Í Post 1.9-11 segir frá því, er Jesús steig upp til himins. Heiðurssæti hins valdamikla og virta var konungi á hægri hönd (Róm 8.34; Ef 1.19-21).