5.1,2 heiðingja…mikillát: Flestum heiðingjum (en svo nefndu Gyðingar þá sem ekki voru gyðingatrúar) hefur verið ókunnugt um lögmál Móse. Sumir Korintumanna skildu boðskap Páls svo, að þeir væru óbundnir af boðorðum Guðs og tóku upp ósiðsamt líferni.

5.6,7 lítið súrdeig…gamla súrdeigið: Ger er agnarlítill gulur sveppur. Þegar hann er settur saman við hveiti og vatn, lyftir deigið sér, þannig að ekki verður úr flatbrauð þegar bakað er. Þetta er kallað súrdeig. Páll á við það, að ekki þurfa margir að sýna af sér óhollt fordæmi til þess að allur söfnuðurinn í Korintu taki að fremja illt og lifa óguðlega. Að „hreinsa burt gamla súrdeigið“ vísar til þess siðar Gyðinga að fleygja öllu súrdeigi skömmu fyrir páskahátíðina ár hvert (2Mós 13.3-10).

5.7 páskalambi okkar…sem er Kristur: Sjá „Páskar og hátíð ósýrðu brauðanna„. Páll líkir dauða Jesú við það þegar páskalambinu var fórnað. Á sama hátt og blóð lambsins bjargaði Ísraelsmönnum frá engli dauðans, frelsaði fórnardauði Jesú mönnunum frá synd og dauða (Róm 3.25,26).

Hollráð við sambúðarvanda

Páll fjallar um hnökra sem hann hefur haft spurnir af að séu á samlífi Korintumanna. Ráðgjöf hans í hjúskaparmálum er svar við spurningum, sem lesendur bréfsins hafa borið upp við hann í tilskrifi (7.1).

5.9 í bréfinu: Páll vitnar í annað bréf, sem hann hafði ritað Korintumönnum áður. Þetta fyrra bréf hefur ekki varðveist.