2.1 leyndardóm: Páll kveðst hafa boðað Korintumönnum leyndardóm, enda sé fagnaðarerindið ofvaxið mannlegum skilningi. Höfuðinntak þessa leyndardóms er sáttarfórnin sem Guð færði fyrir syndir mannkynsins, þegar Jesús dó á krossinum (sjá Róm 3.25,26).
2.4 Guðs anda: Sjá athugagrein við 12.3.
2.7 leynda speki Guðs sem hulin hefur verið: Sjá athugagrein við 2.1 og „Spekin„. Páll segir Guð hafa haft þessa huldu speki í huga allt frá árdaga (sjá og Róm 16.25).
2.9 það allt hefur Guð fyrirbúið þeim: Páll vitnar hér í Jesaja spámann (Jes 64.3). Jesaja skildi að Guð mundi endurnýja börn sín í anda svo sem engum manni hefði til hugar komið.
2.10 anda sinn: Sjá athugagrein við 12.3.
2.12 við höfum…hlotið…andann sem er frá Guði:Andi Guðs birtir sannleikann. Með öðru móti gætu heimsins börn hvorki skilið hann né trúað honum. Sjá Jóh 14.15-17; Post 2.1-12 og Gal 5.22-25.