16.1-3 samskotin…til Jerúsalem: Þótt Páll prédikaði mest í Asíu, Makdóníu og Grikklandi, var honum líka umhugað um gyðing-kristna menn í Palestínu og safnaði fé til stuðnings hinum fátæku þar (sjá Gal 2.1-10; 2Kor 8.1-14 og Róm 15.35,36).
16.5 Makedóníu: Páll skrifaði söfnuðum í Þessalóníku og Filippí, en það voru borgir í Makedóníu, sem hann hafði heimsótt.
16.8 Efesus allt til hvítasunnu: Sjá athugagrein við 15.32 (Efesus). Hvítasunnan, öðru nafni Uppskeruhátíðin, var ein af þremur höfuðhátíðum Gyðinga, en þá streymdu pílagrímar til Jerúsalem.
16.10-12 Tímóteus…Apollós:Sjá athugagreinar við 4.17 og 1.11,12.
16.15 Akkeu: Borgirnar Aþena og Korinta voru í Akkeu.
16.17 Fortúnatusar og Akkaíkusar: Um Stefanas sjá athugagrein við 1.14-16. Fortúnatus og Akkaíkus eru hvergi annars staðar nefndir á nafn í Nýja testamenti.
16.19 Söfnuðirnir í Asíu: Asía hét mikilsháttar skattland Rómverja í Litlu-Asíu vestanverðri.
16.19 Akvílas og Priska: Þessi hjón rak Kládíus keisari burt úr Rómaborg árið 49 e. Kr. ásamt með öðrum Gyðingum, sem þar áttu heima. Þau settust að í Korintu (Post 18.1-4) en fluttu síðar til Efesus (Post 18.18-26). Þar unnu þau að tjaldgjörð og Páll postuli með þeim um skeið. Sjá og Róm 16.3; 2Tím 4.19.
16.21 Kveðjan er með eigin hendi minni: Páll hefur að öllum líkindum lesið efni bréfsins fyrir, en annar skrifað það upp. Sjá Róm 16.22.