4.2 Evodíu og Sýntýke: Grísk kvenmannsnöfn. Evodía þýðir „góð ferð eða sætur ilmur“ í merkingunni farsæld, en Sýntýke þýðir „sú sem talar eða hin heppna.“ Páll hvetur konur þessar, sem starfað höfðu með honum að útbreiðslu fagnaðarerindisins, að láta sér koma saman.
4.3 Klemens: Klemens er í Nýja testamenti hvergi nefndur nema hér. Hann var samverkamaður Páls við boðun fagnaðarerindisins um Jesú.
4.3 lífsins bók: Á hana eru skráð nöfn þeirra, er lýð Guðs heyra til. Sjá og 2Mós 32.32; Lúk 10.20; Opb 3.5; 13.8.
4.5 Drottinn er í nánd: Sjá athugagrein við 1.6.
Þakkir og kveðjur
Páll biður Guð þess, að hann vildi uppfylla þarfir Filippímanna á sama hátt og þeir hjálpuðu honum í þrengingu hans.
4.15 Makedóníu: Makedónía hét hérað í Grikklandi norðanverðu. Páll ræðir hér um fyrri komu sína til Filíppí (Post 16.12-40).
4.16 Þessaloníku: Þessaloníka hét höfðborg Makedóníu. Egnatíu-vegurinn svonefndi liggur inn í Þessaloníku úr austurátt, gegnum bogahlið Galeríusar, sem reist var til minningar um það, er Rómverjar sigruðu Persa árið 298 e.Kr.
4.22 í þjónustu keisarans: Hér má vera að Páll eigi við einhverja hermannanna, sem voru fangaverðir hans (1.13).