3.1 bandingi: Bandingi þýðir fangi. Páll á ef til vill við eigin fangavist í dyflissu rómverskra yfirvalda. Líka má skýra þetta vers svo, Kristur hafi fangað hug hans og hjarta og boðið honum að prédika fagnaðarerindið fyrir heiðingjunum (Post 9.15,16).
3.4 leyndardóm Krists: Sjá Kól 1.26,27 og athugagrein við 1.9.
3.18 víddin…dýptin: Páll lýsir því, hve kærleikur Krists er óviðjafnanlegur og óendanlegur.