Dúkur var ofinn úr ull eða hör. Þráður var spunninn úr trefjum línplöntunnar og síðan ofið úr honum léreft, sem þótti fínasta tau og var gjarnan notað í skrúðklæði presta.   Af dýrahári var ullin mest notuð.  Er spunnið hafði verið úr henni garn, voru flíkur prjónaðar og unnið vaðmál til heimanota og hversdagsbrúks. Þegar ullarbandið var tilbúið var hægt að lita það áður en klæðið úr því var ofið í vefstólnum.  Úr þessu mislita bandi mátti búa til fallegt munstur.