Tölustafir höfðu ákveðna merkingu að fornu og voru höfundar Biblíunnar einnig sannfærðir um það. Á töflunni sem hér fer á eftir má sjá nokkur dæmi um þetta. Hafa ber í huga, að stundum merkja tölurnar magn og fjölda, og eru þá ekki táknrænar.
EINN
Eingyðistrú, hinn eini, eining.
- „Heyr Ísrael. Drottinn, Guð vor, Drottinn er einn.“ 5Mós 6.4
- „Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn.“ Ef 4.5
ÞRÍR
Fullkomleiki eða heild. Í mörgum trúarbrögðum var þrír álitin heilög tala.
- Þrír voru gestir Abrahams í Mamrelundi. 1Mós 18.1-15
- Þrjár eru hátíðar Gyðinga (hátíð hinna ósýrðu brauða, uppskeruhátíðin og laufskálahátíðin). 2Mós 23.14-19; 3Mós 23.34.
- Þrjá daga og þrjár nætur var Jónas í kviði fisksins. Jónas 2.1.
- Á þriðja degi reis Jesús upp frá dauðum. Mrk 8.31; 1Kor 15.4.
FJÓRIR
Skipan sköpunarverksins. Fjórar eru höfuðáttir og fjórar árstíðir.
- Fjögur er stórfljótin, sem renna út úr aldingarðinum Eden. 1Mós 2.10.
- Fjórar voru verurnar, sem Esekíel spámaður sá í sýn. Esk 1.4-28 (sjá og Opb 4.1-8)
- Fjórir voru hestarnir og reiðmennirnir í sýn Jóhannesar. Opb 6.1-8.
SJÖ
Algjörleiki og fullkomnun. Eins og þrír er og sjö heilög tala.
- Sjö daga var Guð að skapa heiminn, að hvíldardeginum meðtöldum. 1Mós 1.1-2.3. Sjöunda daginn hvíldist Guð og helgaði þann dag (sabbatinn). 2Mós 20.8-11.
- Sjöunda hvert ár skyldu Ísraelsmenn láta landið hvílast (sabbatsár). 2Mós 23.10,11.
- Fimmtugasta hvert ár (7 x 7 + 1) skyldi vera fagnaðarár í Ísrael, helgað frelsi og fyrirgefningu. 3Mós 25.8-55.
- Fyrirkomulag innan dyra í musterinu og hönnun skrautmuna þar byggði oft á tölunni sjö. 1Kon 7.17; Esk 40.22,26.
- Sjö sinnum skyldi blóðinu stökkt við fórnarathafnir. 3Mós 4.6,17; 14.7; 4Mós 19.4.
- Sjö talsins er ýmislegt, sem nefnt er í Opinberunarbók Jóhannesar (ljósastikur, stjörnur, söfnuðir, innsigli, básúnur, skálar). Opb 6.11; 15; 16.
- Sjötíu sinnum sjö sinnum sagði Jesú að bæri að fyrirgefa. Matt 18.21,22.
TÍU
Þar eð tíu er þversumman af þremur og sjö, táknar sú tala stundum algera fullkomnun.
- Tíu sinnum stendur „þá sagði Guð“ í hinum hebreska texta sköpunarfrásögunnar. 1Mós 1.1-31.
- Tíu eru boðorðin. 2Mós 20.1-17; 5Mós 5.1-22.
TÓLF
Einnig tala algjörleika og fullkomnunar.
- Tólf voru synir ættföðurins Jakobs, og tólf ættkvíslir Ísraels. 1Mós 35.23-26; 49.1-28.
- Tólf voru hlið hinnar helgu borgar Jerúasalemí vitrun Esekíels spámanns. Esk 48.30 (sjá og Opb 21.11-21).
- Tólf voru postular Jesú. Matt 19.1-14; Mrk 3.13-19; Lúk 6.12-16; sjá og Post 1.12-26.
FJÖRUTÍU
Langt og þó takmarkað tímabil.
- Fjörutíu daga og fjörutíu nætur rigndi í vatnsflóðinu mikla. 1Mós 7.4,17,18.
- Fjörutíu daga og fjörutíu nætur dvaldist Móse á Sínaífjalli. 2Mós 24.17,18.
- Fjörutíu ár stóð yfir eyðimerkurganga Ísraelsmanna. 4Mós 14.33,34; 5Mós 2.7; 29.4-6.
- Fjörutíu daga og fjörutíu nætur fastaði Jesús í óbyggðinni. Matt 4.2; Mrk 1.12,13; Lúk 4.2.
- Fjörutíu ár sátu Davíð og fleiri góðir konungar að ríki. 2Sam 5.4; 1Kon 11.41,42; 2Kro 24.1.