Gríska orðið „ekklesía“ er þýtt á íslensku með orðinu „kirkja“. Upprunaleg merking þess er „samsafnaður“ eða „samkoma“. Fyrstu söfnuðir frumkirkjunnar komu saman í heimahúsum og báðust fyrir, sungu sálma, lásu helgar ritningar og neyttu „kærleiksmáltíðar.“ Þótt ekki sé margt vitað um fólkið, sem talið er upp hér að neðan, er þess minnst fyrir það að hafa í þessu skyni opnað heimili sín fyrir trúbræðrum sínum og systrum.

Framámenn í kristnum söfnuðum, sem komu saman í heimahúsum, og getið er í Nýja testamentinu.

Leiðtogar Borg Ritningarstaðir
Föbe Kenkrea Róm 16.1,2
Gajus Korinta Róm 16.23,24; 1Kor 1.14
Akvílas og Priskilla Efesus Post 18.1-26; Róm 16.3-5; 1Kor 16.19
Fílemon Kólossa Flm 2
Nýmfa Laódíkea Kól 4.15