Makkabear vildu að Gyðingar hefðu sinn eigin konung.  Þeir urðu undir þegar Rómverjar hernámu landið árið 63 f. Kr.  Tilraunir Gyðinga til þess að verða frjálsir á ný og koma á fót sjálfstæðu ríki mistókust árið 70 e. Kr. og aftur árið 135 e. Kr.  Þjóðernissinnaðir Gyðingar sem reyndu að rísa gegn  Rómverjum nefndust Selótar.  Fræðimenn eru ekki á einu máli um það, hvort sú nafngift á við einn ákveðinn flokk eða fleiri hópa óánægðra Gyðinga, sem vildu af með Rómverja.  Orðið Selóti þýddi líka á tímabili „sá sem heldur sér fast við Drottin og lögmál hans“.  Það merkir eiginlega „hinn ákafi“.  Í Nýja testamentinu er það notað um einn af meðhaldsmönnum Jesú (Lúkas 6:15;  Post. 1:13).