Sagnaritarinn Jósefus, sem var Gyðingur lýsti því, hvernig maður hékk á krossi þar til hann lét lífið sem „hinum aumasta dauðdaga“. Rómverjinn Seneca hélt því fram að sjálfsmorð væri skárri en slík refsing, sem kallaðist krossfesting.
Þessari grimmúðlegu og auðmýkjandi aftöku var fyrst beitt af Persum. Alexander mikli og hershöfðingjar hans komu þessari skikkan á í Miðjarðarhafslöndunum. Færni og skilvirkni Rómverjanna við þessa gerð refsingar varð ennþá háþróaðri. Henni var ekki eingöngu beitt gegn glæpamönnum heldur einnig sem viðvörun við mögulegum uppþotum þeirra þjóða og þjóðarbrota sem Rómverjar höfðu lagt undir sig eða jafnvel til þess að svala blóðþorsta. Til dæmis var Gyðingum misþyrmt og þeir krossfestir í hringleikahúsinu í Alexandríu, borgurunum til skemmtunar, á valdatíma Caligula keisara (37-41). Í Rómverska keisaradæminu þurfti að fá samþykki fyrir krossfestingu frá rómverskum landstjóra sem ríkti á staðnum. Rómverskum borgurum var ekki refsað með slíkum aftökum.