Gyðingar, sem ráðnir voru af Rómverjum til þess að aðstoða við landstjórnina, voru kallaðir fræðimenn. Þeir voru læsir og skrifandi þegar margir voru án þeirrar kunnáttu. Þeir voru því gagnlegir ráðamönnum. Í ritningum Gyðinga (Gamla testamenti) má lesa, að þeir höfðu heimild til þess að semja löggerninga. Þessir embættismenn voru skjalaverðir stjórnvalda (2. Kon. 18:18). Líkt og Barúk, ritari Jerermía spámanns, skrifuðu þeir upp það sem þeim var lesið fyrir og fluttu síðan í heyranda hljóði (Jer. 36:4-18). Þeir voru og ríkisritarar og féhirðar.
Í Nýja testamenti eru fræðimennirnir lögmenn (Lúkas 5:17) og dómarar (Matt. 23:2). Í krafti lærdóms síns gátu þeir þess vegna túlkað landslög og stundum deildu þeir við Jesú um það hvernig skilja bæri lögmál Gyðinga (Matt. 9:3; 15:1; Mark. 2:16; 7:1-2; Lúkas 5:30; 6:7). Fræðimennirnir voru ekki sama og farísear, en bæði farísear og æðstuprestar keyptu af þeim lögfræðiaðstoð. Fræðimennirnir töldu Jesú ógna þeim lögum og reglum rómversks mannfélags, sem þeim bar að halda uppi hverjum á sínum stað.