Krossinn er ekki elsta tákn kristinna manna. Hinir fyrstu kristnu menn breiddu út fagnaðarerindið um Jesú með því að endursegja sögurnar sem þeir höfðu heyrt af vörum postula hans. Mörg hin elstu tákn kristin skírskota til þessara frásagna: Brauðin og fiskarnir vísa til kraftaverksins, þegar Jesús mettaði fimm þúsundirnar (Mrk 6.30-44); Jesús er “góði hirðirinn,” sem gætir sauða sinna (Jóh 10.7-21); Jesús er “hinn sanni vínviður,” sem lærisveinar hans bera mikinn ávöxt (Jóh 15.1-17). Vínviðurinn minnti líka kristna menn á veigarnar, sem neytt er við kvöldmáltíðarsakramenti þeirra (máltíð Drottins, sjá I Kor 11.23-26). Önnur algeng tákn sýndu manneskju, sem fórnar höndum í bæn, og akkeri (ef til vill ímynd öryggis og góðrar vonar). Annað tákn, kannski undanfari krossins, samanstóð af grísku bókstöfunum Chi (sem er eins og X) og Rho (sem er eins og P). Þetta eru fyrstu stafirnir í nafninu “Kristur.”