Á kristniboðsferðum sínum kom Páll postuli til margra borga við Eyjahafið. Þegar hann hélt frá Antíokkíu kom hann öðru sinni til Efesus, sem var blómlegasta verslunarborgin í rómverska skattlandinu Asíu. Verndargoð Efesusborgar var meygyðjan Artemis. Musteri hennar var stærsta bygging Grikklands til forna, talið með „sjö undrum“ veraldar. Á milli tveggja raða af súlum lá Arkadiuvegurinn svonefndi að miklum leikvangi, sem kallaður var Leiksviðið mikla. Þar gátu setið 25 þúsund áhorfendur og má vera, að inn á þennan leikvang hafi borgarbúar dregið förunauta Páls, þá Gajus og Aristarkus. Silfursmiðirnir í Efesus, sem seldu eftirlíkingar af musteri Artemisar, urðu ærðir við Pál af því að þeir töldu að prédikun hans hefði af þeim lifibrauðið.