Skammstöfunin f. Kr. þýðir fyrir Krists burð.  En sé tímatal Lúkasar rétt, þé hefur Jesús fæðst að minnsta kosti fjórum árum áður en aldatal okkar hefst.  Eftir það  notum við skammstöfunina e. Kr, sem þýðir eftir Krists burð.  Kristið tímatal kom ekki til sögunnar fyrr en árið 526 e. Kr. og er verk munks, sem Dionysius Exiguus hét.  Honum var falið að semja almanak um hátíðar kirkjunnar.  Hann ákvað að fæðingarár Jesú skyldi vera árið 754 eftir rómverska tímatalinu.  Það ár yrði þaðan í frá fyrsta ár okkar tímatals og hæfist 1. janúar.  En Dionysius misreiknaði valdatíma Heródesar og nam skekkjan um 5 árum.