14.1 Sækist eftir gáfum andans: Sjá “Gáfur andans” og athugagrein við 12.3 (Guðs anda).
14.2-4 sá sem talar tungum… byggir aðeins upp sjálfan sig: Sjá athugagrein við 12.10 (tala tungum). Með hjálp þessarar náðargjafar lofuðu menn Guð. En utanaðkomandi hljóta að hafa undrast, þegar þeir urðu í fyrsta sinni vitni að tungutali. Og það gagnaði þeim ekkert, því að þeir botnuðu ekkert í því sem “sagt” var.
14.5 Ég vildi að þið töluðuð öll tungum: Sjá athugagreinar við 13.2 (spádómsgáfu) og 12.10 (tungutal). Páll taldi réttilega, að spádómsgáfan (þegar talað er orð speki og þekkingar frá Guði) gerði söfnuðinum meira gagn en tungutalið.
14.8 ógreinilegt hljóð: Lúðrar boru þeyttir í orrustum, en einnig til þess að kalla fólk saman til guðsþjónustu í musterinu í Jerúsalem. Gyðingum féll lítt myntslátta með myndum konunga og keisara. Því var sum mynt í Júdeu slegin með mynd af musterislúðrunum, einnig eftir að munsterið var lagt í rúst af Rómverjum árið 70 e. Kr.
14.15 Ég vil biðja með anda…einnig biðja með skilningi: Að biðja með anda merkir (óljósa) bæn með tungutali, bæn manns sem er frá sér numinn.. Sjá athugagrein við 12.10 (tala tungum). Að biðja með skilningi þýðir, að beðið er vitandi vits, þannig að biðjandinn er með sjálfum sér og veit nákvæmlega hvað hann er að segja.
14.24,25 vantrúaður…þá mundu allir sannfæra hann…Leyndustu hugsanir hans verða opinberar: Synd er það sem skilur okkur frá Guði og öðrum mönnum. Sjá og “Synd“. Þegar orð Guðs hljómar, með allri sinni speki og þekkingu, þá gera menn sér grein fyrir því að þeir hafa syndgað (brotið gegn vilja Guðs). Þeir kunna þá líka að finna hjá sér hvöt til þess að játa syndir sínar og opinbera leyndustu hugsanir sínar.
14.30 Fái einhver…opinberun: Hjá safnaðarfólki í Korintu hefur það greinilega verið til siðs að hinir og þessir lykjust upp með boð frá Guði. Menn skulu, segir Páll, virða hver annan og leyfa þeim að tala, einum í einu, sem fengið hafa opinberun frá Guði. Annars tala margir í einu og það veldur truflun.
14.34 skulu konur þegja á safnaðarsamkomum: Páll vitnar hér ekki til neinnar greinar í lögmáli Móse, heldur í “erfikenningu forfeðranna.” Sjá aftur á móti 11.5 þar sem gengið er út frá því að konur biðji og flytji spádóma Guðs. Sjá og athugagrein við 11.6,10.
14.37 spámaður eða gæddur gáfum andans: Sjá athugagrein við 12.10 (spádómsgáfu). Sá, sem “gæddur er gáfum andans” er leiddur af anda Guðs eða hann hefur hlotið einhverja sérstaka náðargáfu. Sjá “Gáfur andans“.
14.39 Sækist…eftir spámannlegri gáfu: Sjá athugagrein við 13.2.