6.2 syndinni: Sjá athugagrein við 2.15 og „Synd„.

6.3 skírð: Jesús færði mönnunum gjöf heilags anda og þeir urðu nýir menn. Sjá og „Skírnin„. Páll segir að í skírninni deyjum við syndinni og rísum upp til nýs lífs, á sama hátt og Jesús dó og var af Guði reistur upp frá dauðum.

6.6-11 okkar gamli maður dó…á krossi…álíta sjálf ykkur vera dáin frá syndinni: Páll ræðir oft um „hinn gamla mann“, þ.e. líf í synd, og að hinu leytinu hið nýja líf í Kristi. Hér segir hann, að syndasekt þeirra sem skírðir eru og trúa á Jesú, hafi verið þurrkuð út þegar Jesús var deyddur á krossinum (Lúk 23.44-49; Jóh 19.28-30). Þeir sem eru með Kristi dánir munu og með honum lifa, eignast eilíft líf.

6.13 Ljáið ekki syndinni limi ykkar…ljáið heldur…limi ykkar sem réttlætisvopn: Í samtíð Páls var þrælahald algengt. Til þess var ætlast af þrælunum, að þeir „léðu limi sína“ húsbændum sínum. Hér segir Páll, að þeir sem skírðir hafi verið í nafni Jesú Krists, eigi ekki framar að vera þrælar syndarinnar, þ.e. þjóna illum hvötum sínum. Þess í stað skuli þeir þjóna Guði. Páll hvetur lesendur sína í Róm til þess að lifa lífinu nýja, eins og Guð hefur gert þeim kleift – ekki til þess að réttlætast fyrir honum af lögmálsverkum, heldur til þess að færa þakkir fyrir það sem Guð hefur í Kristi fyrir þá gert. Sjá athugagrein við 2.12 (lögmál).

6.16 ánauðug þý: Sjá athugagrein við 6.13 og „Þrælar og þjónustufólk á dögum Jesú“.Páll minnir Rómverja á, að þeir hafi verið þrælar syndarinnar þangað til þeir tóku að trúa á Jesú og treysta honum. Nú hefur Guð í Kristi sætt þá við sig af óverðskuldaðri náð og þá eiga þeir að sínu leyti að þjóna Guði.

6.23 syndarinnar…eilíft líf: Synd er allt það sem skilur okkur frá Guði og öðrum mönnum. Þegar menn syndga óhlýðnast þeir Guði. Sjá og „Synd“.