19.1,2 húðstrýkja…kórónu úr þyrnum: Það var mikill siður í rómverska heimsveldinu að berja menn og hæða áður en þeir voru festir upp á krossinn. Þyrnikórónan má vel hafa verið fléttuð úr greinum þyrnirenglu, sem er jurt í Palestínu og skírður eftir jörðinni, eða að öðrum kosti þyrnirunna.
19.4 ég finn enga sök hjá honum: Sjá og Matt 27.24 þar sem segir frá því er Pílatus þvoði hendur sínar framm fyrir fjöldanum til merkis um að hann ætlaði ekki að axla ábyrgðina á dauða Jesú.
19.6 æðstu prestarnir og verðirnir: Sjá athugagreinar við 1.19-20 (æðstu prestar) og 7.32 (þjónar).
19.6 Krossfestu: Sjá “Krossfesting“.
19.7 lögmál…Guðs syni: Sjá “Guðs sonur“. Sjá og athugagrein við 10.33 (Þú gerir sjálfan þig að Guði).
19.11 sá…sem hefur selt mig þér í hendur: Júdas, Kaífas eða jafnvel Satan.
19.12 Pílatus…keisarans: Sjá athugagrein við 18.21 (Pílatus). Þetta var á valdatíð Tíberíusar keisara í Róm (14 til 37 e. Kr.).
19.13 dómstólinn…Gabbata: Dómstóllinn hefur verið stétt (steinhlað) þar sem landstjóri kvað upp úrskurði sína og hefur slíkt gólf fundist við fornleifarannsóknir í Antoníusarkastalanum. Ekki er vitað hvað arameíska nafnið “Gabbata” þýðir. Trúlega hefur Pílatus kveðið upp dóm sinn sitjandi og hafi hann látið Jesú setjast þarna niður hjá sér þá hefur það verið þrungið merkingu að frelsarinn skyldi vera í valdasessi á meðan hann var dæmdur.
19.14 aðfangadagur páska…um hádegi: Á þeirri stundu þegar Jesús var dæmdur til dauða á krossi voru Gyðingar að slátra páskalambinu og undirbúa hátíðarmáltíðina daginn eftir. Sjá og athugagrein við 1.29 (Guðs lamb).
19.15 Við höfum engan konung nema keisarann: Þótt höfuðskylda æðstu prestanna væri þjónustan við Guð, hömpuðu þeir nú trúmennsku sinni við keisarann framan í Pílatus til þess að fá hann til þess að dæma Jesú til dauða.
19.17 Hauskúpa…Golgata: Nafnið gæti verið komið til fyrir það að þessi staður fyrir utan borgarmúrinn er nærri kletti sem er í laginu ekki ólíkur höfuðkúpu úr manni.
19.18 krossfestu þeir hann: Sjá “Krossfesting“.
19.20 hebresku, latínu og grísku: Yfirskriftina skyldu sem flestir geta lesið. Gyðingar töluðu arameísku (semítískt tungumál, skylt hebresku). Latína var ríkismál í rómverska heimsveldinu, þótt margir Rómverjar hafi trúlega talað grísku. Gríska var daglegt mál almennings í löndunum við Miðjarðarhafið.
19.26 lærisveininn, sem hann elskaði: Sjá athugagrein við 13.23.
19.29 ker fullt af ediki…ísópslegg: Stundum var galli (lyfjategund) blandað saman við edik eða sveitavín (Matt 27.34) og drykkurinn gefinn brotamanni, er tekinn skyldi af lífi, til þess að lina kvalir hans. Ísópur er afbrigði af varablómaættinni og er sterkur leggur hans.
19.30 Það er fullkomnað: Jarðneskt líf Jesú er nú á enda kljáð. Jafnframt hefur hann innt af hendi það verk sem Guð fól honum að vinna. Hann hefur gefið líf sitt til lausnargjalds fyrir alla (Matt 20.28).
19.31 mikil helgi þess hvíldardags: Þar eð páskar voru haldnir hátíðlegir þegar sérstaklega stóð á tungli, gat páskadag borið upp á hvað vikudag sem var (sjá athugagrein við 2.13). Sólarhringur Gyðingar hófst við sólsetur. Hér stóð svo á að morgundagurinn var hvíldardagur (sabbatsdagur) og því reið á að láta lík Jesú ekki vera á krossinum þann dag. Ofan á þetta bættust þau vandkvæði, að hver sá er snerti lík varð að gangast undir langdregna og flókna hreinsnarsiði til þess að mega neyta páskalambsins.
19.31 brjóta fótleggi þeirra: Þannig fóru Rómverjar gjarnan með krossfesta menn. Sjá “Krossfesting“.
19.38 Jósef frá Arímaþeu: Arímaþea var lítið þorp um 30 km. norðvestur af Jerúsalem. Jósef var auðugur maður (Matt 27.57) og hafði því ráð á að búa líkama Jesú til grefrunar og leggja hann í nýja gröf.
19.39 Nikódemus: Sjá athugagrein við 3.1. Þeir Jósef og Nikódemus stofnuðu sjálfum sér í hættu með því að sjá um greftrun Jesú.
19.39 myrri og alóe: Sjá “Kryddjurtir og ilmefni” (texta vantar).
19.40 sveipuðu hann línblæjum: Sjá athugagrein við 11.44.
19.41 í garðinum ný gröf: Þetta hlýtur að hafa verið nærri Golgata (sjá athugagrein við 19.17). Það auðveldaði þeim Jósef og Nikódemusi að annast um greftrun Jesú áður en hvíldardagurinn gengi í garð.
19.42 aðfangadagur Gyðinga: Sjá athugagrein við 19.31 (mikil helgi þess hvíldardags).