Hvernig eiga kristnir menn að bregðast við þeim, sem reyna að grafa undan sannleikanum um Jesú Krist? Vittu hvernig Annað Jóhannesarbréf svarar þeirri spurningu.
Hvert er einkenni Annars Jóhannesarbréfs?
Annað Jóhannesarbréf er að formi til hefðbundið sendibréf með ávarpi í upphafi og kveðjum í lokin. Hinir kristnu eru hvattir til þess að elska hver annan og lifa samkvæmt sannleikanum.
Hvert var tilefni bréfsins?
Höfundur varar við þeim sem leiða menn afvega með því að draga í efa að sonur Guðs hafi verið raunverulegur maður. Lesendur eru beðnir að bjóða ekki velkomna þá, sem slíkt boða, né taka þá inn á heimili sín.
Hverjum var bréfið ætlað?
Með „hinni útvöldu frú“ (1.1) og „systur þinni, hinni útvöldu“ (1.13) er að líkindum fremur átt við tvo söfnuði en tvær konur. Sjá og inngangsorð að Fyrsta Jóhannesarbréfi hinu almenna og Þriðja Jóhannearbréfi.
Efnisyfirlit Annars Jóhannearbréfs
Annað Jóhannearbréf er stysta rit Biblíunnar. Fyrst er viðtakendum heilsað (1-3) og síðan hvatt til hlýðni við sannleikann og lífs í kærleika.
* hinni útvöldu frú og börnum hennar: Ólíklegt er, að hér sé átt við einhverja sérstaka konu. Þegar höfundur, sem kallar sig öldunginn, segir „hinni útvöldu frú og börnum hennar“ (1. vers) og „börn systur þinnar, hinnar útvöldu“ (13. vers), þá á hann trúlega við tvo söfnuði, hvorn á sínum stað. Hann kann að hafa gripið til þessa líkingamáls til þess að firra sjálfan sig og móttakendurna vandræðum, ef bréf hans kynni að falla í hendur óvinveittum mönnum. Sumir söfnuðir frumkirkjunnar komu reyndar saman á heimilum stöndugra kvenna, sem snúist höfðu til kristni (Post 16.14,15; Róm 16.1,2; 1Kor 16.19; Kól 4.15).