Ósk um fyrirbæn frá Landinu helga
Í vikunni var Heimsþing Sameinuðu biblíufélaganna haldið í Hollandi með þátttöku á annað hundrað biblíufélaga frá öllum heimshornum. Stríðsátök skyggðu á gleði þátttakenda. Margir framkvæmdastjórar og stjórnarfólk á fundinum starfa á landsvæðum þar sem stríð geisar. En um þessar mundir eru [...]
Heimsþing Sameinuðu biblíufélagana í Hollandi
Um miðjan október verður Heimsþing Sameinuðu biblíufélaganna haldið í Hollandi. Þingið er haldið á 5-8 ára fresti en þar koma saman forsetar og framkvæmdastjórar biblíufélaga frá öllum heimshornum en Sameinuðu biblíufélögin er samstarfsverkefni biblíufélaga sem hafa starfsemi í 240 löndum og sjálfstjórnarsvæðum. [...]
Ný Biblíuútgáfa – Altarisbiblía með stóru letri
Biblíufélagið hefur gefið út tvenns konar altarisbiblíur. Bækurnar eru hannaðar með það í huga að vera notaðar í helgihaldi safnaða og eru því með stórum og læsilegum texta, en jafnframt léttar miðað við stærð. Biblíurnar henta einnig þeim sem vilja Biblíu [...]
Um Benoní, Benóný og Benjamín eða hvernig flóknustu gátur leysast á héraðsskjalasöfnum
Færslan hér á eftir er skrifuð af Stefáni Boga Sveinssyni héraðsskjalaverði á Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Færslan birtist fyrst á vefsvæði Héraðsskjalasafnsins. Hún er endurbirt hér enda skemmtileg nálgun á mögulega áhrifasögu Biblíunnar. Hún er mörg spekin sem fær að hljóma [...]
„Helgirit á ekki að brenna, heldur lesa“
Biblíufélagið í Danmörku hefur tekið þátt í umræðunni þar í landi um Kóranbrennur fyrir utan sendiráð í Danmörku og í Svíþjóð. Johannes Baun, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Danmörku telur að það sé „ekkert fallegt hægt að segja“ um atferli nokkurra einstaklinga sem hafa [...]
Biblíufélagið tímabundið af almannaheillaskrá
Hið íslenska biblíufélag er almannaheillafélag og stuðningur við félagið er frádráttarbær að hluta frá skatti. Um er að ræða nýjung sem var tekin upp með lögum 32/2021. Strax og lögin tóku gildi gerði Biblíufélagið ráðstafanir til að skrá félagið hjá skattinum sem [...]
Fyrsta Biblíuþýðingin í heild fyrir 100 milljón einstaklinga
Á árinu 2022 gátu 100 milljónir einstaklinga lesið Biblíuna á sínu móðurmáli í fyrsta sinn. En á liðnu ári komu út 14 þýðingar á Biblíunni í heild á tungumálum sem ekki höfðu haft Biblíu áður. Þá komu jafnframt út fimm Nýja [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins
Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn í Herkastala Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, mánudaginn 24. apríl n.k. klukkan 17:15. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Um aðalfund segir í lögum félagsins: Aðalfundur skal haldinn fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Þá skal stjórnin gefa skýrslu [...]
1200 nýjar Biblíuþýðingar fyrir árið 2038
Biblíuþýðingar á ný tungumál eru stórvirki og taka oft áratugi. Biblíufélagið í Nígeríu setti nýtt þýðingarmet á liðnu ári, en þýðing Biblíunnar í heild á Okun málið tók aðeins fimm ár, sem var bætting á fyrra meti, þýðingu á Igala sem hafði [...]
Biblíufélagið í samstarf við Górilla vöruhús
Nú í febrúar tók Górilla vöruhús að sér að hýsa vörulager Biblíufélagsins og annast umsjón með dreifingu á Biblíum til einstaklinga, verslana og félagasamtaka. Górilla vöruhús þjónustar yfir 70 netverslanir og heildsölur. Hugmyndafræði Górillu Vöruhúss er að með sameiginlegu vöruhúsi, starfsfólki, [...]
Hugsanlega dýrasta fornrit sögunnar
Þann 16. maí mun uppboðsfyrirtækið Sotheby‘s í New York halda uppboð á Biblíuhandritinu Codex S1 sem einnig gengur undir nafninu Codex Sassoon. Uppboðsfyrirtækið gerir ráð fyrir að handritið seljist á 30-50 milljónir Bandaríkjadala eða 4,4-7,2 milljarða íslenskra króna og verði þar [...]
Sameinuðu biblíufélögin funda með Frans páfa í Vatíkaninu
Um miðjan febrúar sótti sendinefnd Sameinuðu Biblíufélaganna Vatíkanið heim. Meðan á heimsókninni stóð fundaði sendinefndinni með Frans páfa og átti viðræður við fulltrúa rómversk katólsku kirkjunnar (Dicastery for Promoting Christian Unity) um biblíuþýðingar. Frans páfi kvaðst ánægður með þýðingarstarfið og og lýsti [...]