Tyndale útgáfuhúsið sérhæfir sig í Biblíuútgáfu. Síðustu 5 ár hefur Tyndale verið að þróa áhugaverða nálgun á biblíulestri sem tengir saman hefðbundna prentaða Biblíu og smáforrit fyrir síma eða spjaldtölvur. Þannig er prentaða Biblían án alls viðbótarefnis, en þess í stað er hægt að nota smáforrit til að skanna blaðsíðuna sem verið er að lesa og sækja þannig fjölbreytt ítarefni og útskýringar um textann á viðkomandi síðu.

Það er alltaf gaman að geta bent á spennandi nýjungar og þróun á Biblíulestri, þó það sé því miður eitthvað í að hægt verði að bjóða svona lausn á íslensku. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband á ensku sem útskýrir útgáfuna. Eins er hægt að fara á vefsíðu Tyndale (Bible Study Tools + Print Bible | The Filament Collection | Tyndale House Publishers) og kynna sér verkefnið.