Á árunum fyrir hrunið 2008, kom Hið íslenska biblíufélagið að þýðingum á Biblíunni í Eþíópíu, m.a. með stuðningi við þýðingu Nýja testamentisins á Konsómál og byggingu Biblíuhús í suðvestur Eþíópíu, með aðstöðu fyrir þýðendur. Biblíuhúsið sem er staðsett í Konsó var byggt fyrir framlag frá Pétri Sveinbjarnarsyni og konu hans.

Þann 11. febrúar n.k. verður útgáfuhátíð í Konsó í tilefni þess að Biblían í heild er komin út á Konsómáli í fyrsta sinn. Mekane Yesus kirkjan í Eþíópíu hefur af því tilefni boðið fulltrúum frá Hjálpastarfi kirkjunnar á Íslandi, frá Hinu íslenska biblíufélagi og frá Kristniboðssambandinu (SÍK) að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum.

Karl Jónas Gíslason kristniboði verður á útgáfuhátíðinni fyrir hönd Biblíufélagsins og Kristniboðssambandsins og auk þess mun Guðlaugur Gíslason kristniboði taka þátt. Það er mikið gleðiefni að þessu verkefni sem var hrundið af stað með veglegum stuðningi frá Íslandi sé á þessum tímamótum.

Ljósmynd: Bernard Gagnon, CC BY-SA 3.0 – https://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0 – via Wikimedia Commons – href=“https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Konso_dwelling_02.jpg