Biblíufélagið fékk í dag góðan stuðning til starfseminnar frá bifhjólasamtökunum Trúboðum. Samtökin voru stofnuð í maí 2006 í tengslum við Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu, þó fljótlega hafi samtökin orðið þverkirkjuleg.

Árið 2009 gáfu bifhjólasamtökin út umorðaðan texta Nýja testamentisins, „Lifandi orð“, sem upphaflega kom út hjá  Fíladelfíu forlagi. Útgáfan sem innihélt vitnisburði félaga í samtökunum, og bar heitið „Biblía mótorhjólafólks“.

Biblíufélagið er þakklát fyrir velvild og stuðning samtakanna við starfið.