Söfnun fyrir hljóðbókarvæðingu Biblíunnar
Við stefnum að því að safna fyrir upptökum, lestri, hljóðblöndun og tæknifrágangi fyrir vef og appið á 500 versum fyrir jól. Nú þegar hafa einstaklingar styrkt okkur um 126 vers og aðeins 374 eftir svo við náum markmiðinu okkar. Kostnaður á [...]
Biblíusöngvar barnanna
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur gefið út á Spotify, lög við 12 þekktar sögur úr Biblíunni sem voru upphaflega samin fyrir Tölvubiblíu barnanna og komu fyrst út árið 2000. Hlusta á lögin á Spotify Fyrir rúmum 22 árum gaf Hið íslenska [...]
Kvikmynd – Lúkasarguðspjall
Nú er tilbúin kvikmyndagerð Lúkasarguðspjalls á íslensku, þar sem notast er við hljóðbók Biblíunnar. Biblíufélagið hefur verið í góðum tengslum við félagasamtökin Faith Comes By Hearing síðustu ár. Þau hafa nú haft milligöngu um að talsetja kvikmyndagerð Lúkasarguðspjalls á íslensku, sem [...]
Hljóðbókarútgáfan heldur áfram
Biblíufélagið er að vinna að gerð hljóðbóka fyrir átta rit Biblíunnar um þessar mundir. Þóra Karítas Árnadóttir les núna í nóvember Rutarbók, Esterarbók, Harmljóðin og Ljóðaljóðin. Arnar Jónsson mun halda áfram lestri Mósebókanna eftir áramót er hann les 2. Mósebók. Þá [...]
Biblíufélög bera saman bækur
Í gær, miðvikudaginn 21. september, var fundur framkvæmdastjóra Biblíufélaga á Norðurlöndum og við Eystrasalt. Um er að ræða árlegan fund, sem síðastliðin þrjú ár hefur verið haldinn á Zoom. Að þessu sinni hittust framkvæmdastjórarnir í Osló og báru saman bækur sínar. [...]
Ráðstefna um Biblíuhandverk og hönnun
Laugardaginn 27. ágúst var haldin ráðstefna um Biblíuhandverk og hönnun á Biblíusafninu í Washington DC í Bandaríkjunum. Ráðstefnan var jafnframt stofnfundur Samtaka um Biblíuhandverk og hönnun, sem mun styðja við og hvetja til fagmennsku og nýsköpunar í prentun og útgáfu Biblíunnar [...]
Félagsgjöld Biblíufélagsins
Á næstu dögum munu greiðsluseðlar vegna félagsgjalds í Hinu íslenska biblíufélagi birtast í heimabönkum félagsfólks. Félagsgjaldið er 3.000 krónur á ári. Við vonum að félagsfólk bregðist við og greiði með gleði. Ef þú vilt slást í hópinn og gerast félagi í Biblíufélaginu, [...]
Biblíuteiknimyndir – Sunnudagaskolinn.is
Það er mikilvægt að geta boðið börnum upp á vandað Biblíutengt efni. Biblíufélagið með aðstoð Bakhjarla Biblíunnar styrkti nýverið gerð teiknimynda sem byggja á texta Biblíunnar og verða birtar án endurgjalds á sunnudagaskolinn.is. Verkefnið er að öðru leiti fjármagnað með hópfjármögnun. [...]
Ensk NRSV þýðing Biblíunnar endurskoðuð
Í ágúst 2022 kemur út endurskoðuð útgáfa New Revised Standard þýðingarinnar (NRSV) á Biblíunni með nærri 12.000 breytingum á orðalagi, Útgáfan endurspeglar rannsóknir fræðifólks sem hafa síðustu fjögur ár, rannsakað biblíutextann með tilliti til hugtakaskilnings í samtímanum. Nýja útgáfan er kölluð NRSV [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins
Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn í Herkastala Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, mánudaginn 25. apríl n.k. klukkan 17:30. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Hins íslenska biblíufélags
Gleði í Mozambique þrátt fyrir fellibyl, faraldur og hryðjuverk
Framkvæmdastjóri Biblíufélagsins í Mozambique, Valente Tseco, brosir út að eyrum, þegar hann segir frá útgáfuhátíðum vegna útgáfu Biblíunnar á Xichangana og Emakhuwa. „Eftir ár af takmörkunum, þá var auðvelt að gleyma í smástund, að við værum að kljást við COVID-19,“ segir hann. [...]
Hvar er hægt að kaupa Biblíu?
Við hjá Biblíufélaginu fáum reglulega fyrirspurnir um hvar hægt sé að kaupa Biblíur. Því er til að svara að Biblíufélagið er ekki með verslun en Forlagið - JPV sér um útgáfu og sölu á Biblíum fyrir okkur. Forlagið er með fimm [...]